Menntamál - 01.02.1975, Page 13

Menntamál - 01.02.1975, Page 13
öll hljóð tungunnar. Fyrst kæmu þau auðveldari og algengari og síðan erfiðari og sjaldgæfari hljóð. Hafist yrði handa við að kenna ungviðinu þessi hljóð. Mjög sennilega í því skini að rugla nú ekki nemandann í ríminu (ruglingur er bannorð skóla- manna) létum við hann ekki heyra mikið af daglegu tali manna. í stað þess myndum við halda að honum þeim hljóðum sem hann væri að læra þá stundina. Ásamt lista yfir hljóðin myndum við gera lista yfir bókstafina og lista yfir orðin í tungumálinu. Þegar nemandinn hefði lært að gera öll hljóðin á hljóð- listanum, myndum við tengja þau bókstöfunum í stafrófmu. Þegar hann hefði nú lært þetta, myndum við byrja að kenna honum orðin á orðalistanum. Samtímis því færum við að kenna honum mál- frœdireglur, en með aðstoð þeirra gæti hann farið að tengja orðin saman og myndað setningar. Allt þetta yrði samkvæmt fyrirfram gerðri námsáætlun. Hvergi yrði tilviljun látin ráða. Þessu yrði síðan fylgt eftir með heilum her æfinga, upprifjana og prófa, til að tryggja að nemandinn gleymdi engu. Árangurinn ? Það er þitt lesandi góður að gera þér hann í hugarlund. Þótt þessi saga hljómi undar- lega í eyrum á hún stoð í raunveruleikanum. Hlítar- námið, sem svo mikið hefur verið rætt um i vetur, byggir á þessum grunni. Það sama má segja um bók Norman E. Gronlund: „Gerð prófa“. Til þess að prófin hafi eitthvert gildi (veiti okkur þær upp- lýsingar sem við ætlumst til) þurfum við að byggja kennsluna og þar með prófin á atriðatöflunni (Gronlund, 1970, 12 og 26-28). Það er að segja við leysum námsefnið og þá námsþætti sem við ætlumst til að nemandinn tileinki sér í gegnum viðkomandi námsefni upp í örsmáar og skýrt af- markaðar einingar. Við bútum námið niður ekki ósvipað því að við rífum hús (sem byggt væri úr LEGO-kubbum) niður í einstaka LEGO-kubba. Síðan búum við til krossatöflu með því að setja námsefnið (sem einingar) lóðrétt og námsþættina (sem einingar) lárétt. Allur vandinn er svo að í fyrsta lagi að láta prófið vera gott sýnishorn þess náms- efnis sem það á að mæla og í öðru lagi láta sér- hverja spurningu mæla tiltekinn námsþátt sem beinast. Fyrra atriði fæst með því að sjá svo urn að í prófinu sé spurning tengd sérhverjum reit töflunnar. Síðara atriðinu er náð með því að vanda orðaval tiltekinnar spurningar. Tilfellið er, að flest það sem við gerum og segjum í skólanum (sem kennarar) gerir það að verkum að nemendur fara að trúa því að þeir viti ekki hluti er þeir vissu fullvel áóur en við byrjuðum að kenna þá. Sem dæmi úr persónulegri reynslu get ég nefnt að nemendur mínir í 3.-4. bekk gagnfræðaskóla vita ekki lengur að ef þú átt ekki krónu en eyðir fjórum, hljótir þú að skulda þessar fjórar krónur. Útkoman úr dæmi t.d. 0^1 er yfirleitt 4 en ekki -4. Sama sagan endurtekur sig ef þú átt t.d. þrjú þúsund krónur en kaupir fyrir fjögur þúsund krónur. Samkvæmt eðli máls verður þú þá að skulda þúsund krónur. Svona einfaldan hlut segjum við á svo framandi formi og í svo óskiljanlegu sam- hengi sem 3a^4a. Til að finna svarið við slíku dæmi sem þessu dettur nemendum ýmislegt í hug, enda eru útkomurnar fjölbreyttar. Ég sagði er ég ræddi um bókina „How children fail“, að þar hefði höfundurinn litið svo á, að greindin væri ferli (process). í bókinni „How children learn“ er hann enn að útfæra þá hugmynd. Besta mælistika á greind, að dómi höfundar, er ekki sú er mælir hve mikið við vitum, heldur sú er mælir hvernig við bregðumst við því óþekkta (Holt, 1973,163). Vel gefinn maður lítur á óþekktar aðstæður (new situations) eða nýtt vandamál sem áeggjan. Hann leggur sig allan fram um að læra sem mest meðan hann glímir við að finna lausnina. Hann er óhræddur við að læra af mistökum sínum. Hann þarf heldur ekkert að óttast þótt hann finni ekki endanlega lausn. Það er vegna þessa að John Holt kemst að þeirri niðurstöðu í þessari bók, að þegar börnurn sé leyft að læra upp á eigin spýtur, læri þau á mun áhrifameiri hátt en við gætum nokkurn tíma fengið fram með okkar hefðbundnu kennsluaðferðum. Við höfum því vel efni á að leggja niður námskrána í núverandi mynd, enda er hvergi sannað að allir þurfi endilega að vita allt um það sama (Holt, 197, 2A, 170). Stundaskrána, sem er eins og leiðarkerfi fyrir ,,strætó“, á einnig að afnema. í staðinn skulum við gefa nemendum frelsi a.m.k. sem oftast til að læra á eigin spýtur. SKÓLI UNDIR GETU í þriðju bók sinni „The Underachieving School“, hefur höfundur snúið sér frá umræðu um eðli þess umhverfis sem skólinn er. I staðinn fer hann að ræða um eðli menntunar sem ferlis. (Holt, 1972, B, 13). Að hans dómi er það til þess að gera ný MENNTAMÁL 11

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.