Menntamál - 01.02.1975, Qupperneq 14

Menntamál - 01.02.1975, Qupperneq 14
hugmynd, að besta aðferðin við að kenna börnum um þá veröld sem þau lifa í, sé að hrifsa þau út úr henni og loka þau inni í steinsteypukumböldum. Mikið er talað um að kenna börnum lýðræðis- legt verðmætamat, en það sem þau í rauninni læra af daglega lífinu í skólanum er þrælahald (Holt, 1972, B, 25). Sem dæmi um slíkt þrælahald nefnir höfundur HEIMAVINNUNA. Fjórtán ára gömul stúlka sagði eitt sinn við John Holt í gamansömum tón, að er hún væri samferða verslunarmönnunum heim á kvöldin horfði hún fram á 2-3 tíma heima- vinnu meðan þeir létu sig dreyma um kyrrlátt kvöld í faðmi Qölskyldunnar, (Holt, 1972, B, 38). Eins segir hann frá einum nemanda sínum sem var látinn vera á heimavistinni helgi eftir helgi vegna þess að hann hafði ekki lokið heimavinnunni. Eitt sinn kom höfundur að honum þar sem hann var að sinna áhugamálum sínum. Undrandi sagði John Holt að ef hann einbeitti sér að því að ljúka heimavinnunni hefði hann nógan tíma til þess að sinna áhugamálunum. Af biturri reynslu svaraði stráksi: „Þeir láta mig bara fá meira að gera“ (Holt, 1972, B, 42). Bókinni lýkur höfundur með bréfi til kennara (Holt, 1972, B, 164-5). Þar segir John Holt m.a.: „Ég tel að börnin læri betur þegar þau fást við það sem þau vilja sjálf læra, en ekki eitthvað annað vegna fyrirskipana frá öðrum (t.d. boðnám). Ég tel að lærdómur muni batna að mun, ef við gætum losað okkur algerlega við námskrána eða lagt hana niður að miklu leyti. Ég fæ ekki séð að próf og einkunnagjafir hafí einhverju nothæfu, hvað þá heldur óhjákvæmilegu hlutverki að gegna í mennta- ferlinu. Ég er algjörlega ósammála hugmyndinni um að flokka nemendur í bekki eftir getu. Ég tel að innprentun tiltekins námsefnis (t.d. hlítarnám) hindri í sjálfu sér nám og hvergi eins og í lestrar- námi. Ég tel að börn læri betur að lesa, ef þeim er ekki kennt það, þ.e.a.s. þegar litið er svo á, að það sé „stór glæpur“ að kunna ekki að lesa. Þaó vid- liorf, í sjálfu sér, er trygging þess að stór hópur nemenda mun aldrei verða læs. Sjá ennfremur um- ræðurnar hér að framan um þá nemendur er sjá þann kost vænstan að látast vera heimskir. Við verðum að finna leiðir til þess að fá fleira fólk inn í skólann. Ég vil sjá straum fólks inn í skólana til að ræða um líf sitt og starf. Ég vil sjá börnin hvött til (og þeim veitt aðstoð við) að not- færa sér þá möguleika sem eru til staðar fyrir utan skólann til að auka þekkingu sína. Allt sem við segjum og gerum sem kennarar hnígur í þá átt að aðskilja nám og daglega lífið í stað þess að tengja þetta tvennt saman.“Að þessari bók lokinni verður okkur ljóst að John Holt telur ekki lengur nóg að laga hið félagslega umhverfi sem skólinn er. Það er ekki nóg að afnema námskrá og stundartöflu í þeirri viðleitni okkar að skapa barninu það um- hverfi er besta möguleika gefi því til að þroska persónuleika sinn og greind. Við verðum að tengja skólann því lífi sem barnið lifir utan skólans. Skólinn er óaðskiljanlegur hluti samfélagsins. FRELSI OG FRAMSÝNI í síðustu bók sinni „Freedom and Beyond“, byrjar höfundurinn að hafna þeirri fyrri skoðun sinni, að það sé einfaldlega nóg að auka frelsið í skólanum til að fá betri menntun (Holt, 1972, C, 11). Hann bendir á það að yfirleitt þegar rætt sé um menntamál snúist umræðan fljótlega um mann- legt eðli, tilgang lífsins, samskipti barna og full- orðinna og það samfélag sem við lifum í. Takmark bókarinnar er tvíþætt: í fyrsta lagi, að rannsaka frelsi sem ferli. Hann ætlar sér að taka þetta orð alvarlega (en ekki sem eitthvað hljómfagurt slag- orð) í þeirri von að við getum þá betur skilið hvernig fólk á öllum aldri með mismunandi hæfileika geti orðið hverju öðru að liði án þess að það leiði óhjákvæmilega til þess að sumir þurfi að segja öðrum fyrir verkum. í öðru lagi, verðum við að kafa dýpra en að spurningunni um það á hvern hátt best væri að breyta skólanum. Við verðum að líta á spurninguna um skóla og menntun í víóara samhengi. Geta skólarnir gert það sem við ætlumst til af þeim? Eru þeir besta leiðin að settu marki? Hvaða aðrar leiðir eru færar? Ef við ætlum að tala um raunverulegt frelsi til náms verðum við að gera sérhverjum nemanda það ljóst að sérhvert það atriði sem hann hefur áhuga á sé fullgóður staður til að byrja að skoða lifið og rannsaka veröldina í kringum sig (Holt, 1972, C, 95). Við verðum að láta nemandanum sjálfum í té, en ekki skólanum, þann efnivið og þau tæki sem hann þarfnast. Hann getur þá sjálfur og upp á eigin spýtur tekið ákvörðun um hvort hann vill heldur stunda nám sitt í skólanum eða einhvers staðar utan hans (Holt, 1972, C, 128). Ekki aðeins hefur höfundurinn komist að því að skólinn þarf ekki að vera eini staðurinn þar sem menntamAl 12

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.