Menntamál - 01.02.1975, Page 15
hægt er að læra. Ef við ætlum í raun og veru að
veiía öllum sömu möguleika og sömu aðstöðu til náms
verðum við að breyta stefnu okkar. Við verðum að
hætta að einblína á steinsteypukumbalda, verk-
smiðjur til að framleiða gerilsneydda menntun, og
snúa okkur þess í stað að frjálsu og sjálfstœdu
námi.
Gott dæmi um viðbrögð við slíkum fullyrðingum
er viðtal höfundar við unga blökkukonu. Hún var
í kvennaskóla og stefndi að lögfræðinámi til að
geta orðið samfélagi sínu að gagni (Holt, 1972, C,
214-216). Hún taldi að allt tal um slíkt nám væri
fyrir börn ríka fólksins. Hún og önnur þeldökk
börn þörfnuðust skólakerfísins eins og það væri
með fyrirfram ákveðnu námi, prófum, einkunnum
og gráðum (eða titlum). Aðeins á þann hátt gæti
hún orðið lögfræðingur og þar með fengið vald
til að hjálpa sínu fólki. Höfundur segist hafa
árangurslaust reynt að benda henni á að gengi
henni allt í haginn myndi skólakerfið stimpla
„SIGURVEGARI“ á enni hennar. Það myndi
jafnvel gefa henni vald sem hún gæti þá notað til
að aðstoða þeldökka fólkið. En á sama tíma myndi
skólakerfið stimpla „FALLIST1“ á enni þúsunda
þeldökkra ungmenna. Á þann hátt hefði skóla-
kerfið ekki aðeins rænt þá þeirri trú að þeir væru
til einhvers nýtir, heldur einnig því valdi að geta
hjálpað sér sjálfir. Þess vegna yrðu þeir algerlega
háðir leiðtogum sem henni. „Ég efast stórlega um
að allt það sem þú gætir gert fyrir þetta fólk (þótt
þér gengi allt í haginn) gæti bætt fyrir það tjón
sem skólakerfíð hefur unnið þessu fólki“.
Fátæku fólki er ekki mikil hjálp í slíkum há-
menntuðum sérfræðingum. Það þarfnast fyrst og
fremst ódýrara og afkastameira fyrirkomulags. í
stað þess skólakerfis sem við nú höfum þarf að
koma fyrirkomulag sem veitir öllum möguleika á
að læra, hvað sem áhuga kann að vekja og hverju
nafni sem það nefnist. Auk þess þarfnast það sam-
félags þar sem mun fleiri tækifæri eru fyrir það
en nú er. Þeir sem eru undir í samfélaginu þarfnast
samfélags sem hefur á stefnuskrá sinni að útrýma
fátækt, samfélags sem hefur á stefnuskrá sinni að
veita öllum meðlimum sínum áhugavert líf sem hefur
einlivern tilgang.
Þetta eru fyrst og fremst pólitískar þarfir og
markmið. Ekkert af þessu eru hlutir sem skólarnir
eða lærdómur getur veitt. Hér er John Holt kominn
að sömu niðurstöðu og Jónas Pálsson sálfræðingur,
að skólamál séu ævinlega stjórnmál (1975, IV, 1).
John Holt er í síðustu bók sinni kominn á kross-
götur þar sem leiðir skilja milli hefðbundins náms
og sjálfsnáms ef við viljum í alvöru tala um jafnrétti
allra til náms. En því að hafna skólunum ? Þessu
svarar höfundurinn á eftirfarandi hátt (Holt, 1972,
C, 242-252). „Skólamönnum, og þó sérstaklega
þeim sem vilja bæta skólana, tekst ekki að fá það
fram sem þeir ætla sér. Ástæðan fyrir því er sú
að gegnum árin hefur skólinn fengið andstœó mark-
mið að keppa að. Hvort sem þessi markmið eru
góð eða slæm, hvort sem hægt er að komast hjá
sumum þeirra eða ekki getum við ekki framfylgt
þeim á sama stað og á sömu stundu.“
Við getum sagt að eitt grundvallarhlutverk
skólans sé að örva alhliða þroska nemenda sinna.
Við getum nefnt þetta KÖLLUN. Þetta er köllun
sem sérhver góður kennari leggur mikla rækt við.
En skólinn hefur öðrum skyldum að gegna. Eitt
af því sem hann þarf að vera er FANGELSI eða
DAGHEIMILI fyrir börn og unglinga. Eins og
Jónas Pálsson sálfræðingur og skólastjóri Æfinga-
og tilraunaskólans hefur bent á bæði í Samvinn-
unni og eins í erindi sinu í Útvarpinu um Borgar-
skólann-Alþýðuskólann, þá var skólaskyldu ekki
komið á vegna almennrar viðurkenningar á gildi
menntunnar. Almennri skólaskyldu var komið á
vegna þess að iðnvæðingin krafðist þess að verka-
fólkið hefði lágmarks kunnáttu til að bera. Tækni-
þróunin sjálf, en ekki göfugar hugsjónir, ,,ýtti“
unglingunum á skólabekk því ekki var lengur
arðvænlegt að nýta hið ódýra vinnuafl barna og
unglinga (Jónas Pálsson, 1975, iv, 10 og 1972).
Eða eins og Paul Goodman bendir svo skemmtilega
á í bók sinni „Growing up absurd“, þá er eitt af
hlutverkum skólans að hafa ofan fyrir börnum og
unglingum svo þau séu ekki að flækjast um í reiðu-
leysi eða að keppa við hina fullorðnu um vinnuna
(þ.e.a.s. um þau störf sem í boði eru). Annað auka-
hlutverk skólans er FLOKKUN. Með henni á
höfundur við það er skólinn brennimerkir nem-
endur sína sem hæfa eða óhæfa með prófum sínum
og einkunnagjöfum.
í áðurnefndri bók „Gerð prófa“ lítur prófessor
Gronlund á þetta hlutverk skólans sem sjálfsagðan
hlut (Gronlund, 1970, 8) þar sem aðalatriðið ér
að bæta prófin til að fá sem bestar upplýsingar um
hvernig eigi að framkvœma þessa flokkun (Gron-
lund, 1970, 110-118).
MENNTAMÁL
13