Menntamál - 01.02.1975, Qupperneq 16

Menntamál - 01.02.1975, Qupperneq 16
Hér á landi voru til skamms tíma tvær alræmdar síur, landsprófið og fyrsti bekkur menntaskóla. Tilvist þeirra var réttlætt (á sínum tíma) með því, að þeim bæri að „finna þá sem hefðu þá hæfileika til að bera“ að geta gengið „menntaveginn" þá byggðist okkar menntastefna á þeirri tröllatrú að greind væri eingöngu erfður eiginleiki. Tímarnir hafa breyst og t.d. í Bandaríkjunum hafa að undan- förnu verið miklar umræður um þetta „hlutverk" skólanna. Sem dæmi má nefna að þeir Ivan Illich (í bók sinni „Deschooling Society“), Everett Reim (m.a. í bókinni „The School is dead“) og Paul Goodman hafa allir bent á að flokkun er „hlutverk" sem skólinn rækir ekki vel af hendi og mun aldrei geta rækt vel af hendi. Það er ekki margt í reynslu okkar af skólum sem styður þá mjög svo útbreiddu skoðun að meó því aó meta þaó sem einstaklingurinn gerir í skólanum getum við dœmt um hvaö hann er fœr um að gera utan skólans. Sem dæmi um að okkar menntastefna er að breytast má nefna að með Grunnskólalögunum verður landsprófið lagt niður. Allir nemendur eiga að ljúka níu bekkjum grunnskóla. Framhaldsdeild- irnar (sem hróflað var upp við nokkra gagnfræða- skóla á sínum tíma) eiga svo að taka við þeim nemendum, sem staðist hafa lágmarkskröfur upp úr 9. bekk, en hafa ekki aðgang að menntaskólunum eða hliðstæðum stofnunum. Flokkunin er þó enn til staðar svo lengi sem sam- félagið setur menntun í umbúðir til handa sölu- mennsku okkar neyslu- og markaðsþjóðfélags. Jónas Pálsson bendir á að skólinn sé í sívaxandi mæli að verða, „einskonar tryggingarfélag þar sem námslengd og einkunnir eru hluti af víðtæku þjóð- félagslegu tryggingarkerfi“ (Jónas Pálsson 1975, iv, 4). Síðast en ekki síst er það enn hlutverk skólans að INNPRENTA nemendum ákveðna þekkingu og þjálfa tiltekna hæfileika (t.d. í gegnum boðnám eða hlitarnám). Það er að segja með tímaskyldu, stundatöflu og ítarlegri námsskrá er verið að neyða nemendur til þess að hugsa eins og við fullorðna fólkið viljum að þeir hugsi. (Dettur nokkrum manni í hug að t.d. Newton hafi uppgötvað þyngd- arlögmálið vegna þess að hann byrjaði á því að gera ítarlega áætlun um það hvað hann ætlaði sér að taka fyrir — i þessu tilfelli þyngdarlögmálið — skipulagt nákvæmlega hvernig hann ætlaði sér að uppgötva það og síðast, en ekki síst, með því að gera nákvæmlega stundartöflu yfir það hvernig hann ætlaði sér að verja deginum á meðan hann væri að uppgötva þyngdarlögmálið ?) John Holt lýkur bókinni með því að segja að við núverandi ástand hafi skólinn vald til að skaða nemendur andlega sem líkamlega. Hann hafi vald til þess að hræða nemendur, ógna þeim og lítil- lækka þá og eyðileggja framtíð þeirra (Holt, 1972, C, 264). Hvað erþá til lausnar ? Að breyta skólanum í stað þar sem ekki aðeins börn, heldur hver sem er, getur komið af eigin hvötum og lœrt alltþað sem hann hefur áhuga á, þar sem börnin eru frjáls að læra meðal þeirra sem meiri reynslu og þekkingu hafa. Hvernig er hægt að ætlast til að börn og unglingar taki námið alvarlega ef þau eru einu einstakling- arnir í samfélaginu sem verða að lœra? (Holt, 1972, C, 201). LOKAORÐ Þá er komið að leiðarlokum. í þessari grein hef ég leitast við að gera grein fyrir hvernig skoðanir John Holts hafa breyst frá því hann fyrst fór að kenna og reit bókina „How Children Fail“ til þess er hann reit bókina „Freedom and Beyond“. Frá því að byrja að líta á skólann sem skaðlegt umhverfi fyrir nemandann, sem þurfi lagfæringar við, til þess að líta á menntun sem óaðskiljanlegan hlut okkar daglega lífs og því stjórnmál. Mennta- málin mótast af ríkjandi þjóðfélagsástandi á hverj- um tíma. Þau eru samofin félagslegri og efnahags- legri stöðu þegnanna og því pólitísk. Ég hef einnig leyft mér að vitna í einn okkar helstu skólamanna Jónas Pálsson sálfræðing og skólastjóra Æfinga- og tilraunaskólans. Með tilkomu Grunnskólalaganna má sjá her- fylkingu sérfræðinga „marsera“ inn í skólana, her- fylkingu sem ekki allir eru jafn hrifnir af. Að því leyti voru erindi Jónasar Pálssonar í Útvarpinu í vor þakkarverð, að þau upplýstu mörg mikilvæg atriði og hafa vonandi eytt mörgum þeim mis- skilningi er vart var í umræðum um Grunnskóla- frumvarpið. Þó mun gagnrýni mín beinast helst að því að telja skoðanir hans ekki ganga nógu langt. 1 erindi er bar yfírskriftina „Borgarskólinn-Alþýðu- skólinn“ segir Jónas Pálsson m.a. að eitt aðalhlut- verk skólans sé, að hann eigi að vera „vinnustaður þar sem mönnum við sæmilegt persónulegt öryggi leyflst að gera mistök í þeim yfirlýsta tilgangi að læra af þeim, þeim er kennt að læra (iv, 4).“ Það MENNTAMÁL 14

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.