Menntamál - 01.02.1975, Page 17

Menntamál - 01.02.1975, Page 17
er mín persónulega skoðun, og þar er ég sammála John Holt, að ef við ætlum að ræða í alvöru um VINNUSTAÐ TIL NÁMS getum við ekki lengur talað um skóla heldur í mesta lagi frœðslumid- stöðvar. Ef við viljum í alvöru skapa hverjum ein- staklingi þjóðfélagsins þá aðstöðu sem hann þarfnast til þess að þroskast alhliða sem manneskja, getum við ekki á sama tíma talað um skólaskyldu og námskrá (sbr. umræðurnar um andstæð hlutverk skólans hér að framan). Að ætlast til þess að skólinn (ef hann gegnir þeim andstæðu hlutverkum sem honum hafa verið falin og miðað við núverandi menntastefnu) sé það félagslega umhverfi sem besta möguleika gefi einstaklingnum til að þroskast alhliða — er að ætlast til þess sem aldrei getur orðið. Miðað við núverandi menntastefnu (þ.e.a.s. ríkjandi hugmynd um eðli greindar) sem liggur til grundvallar skipulagi skólastarfsins, er ekki hægt að búast við því að skólinn og þá sérstaklega skólastofan sé það umhverfi sem í augum nemand- ans krefst þess af honum að hann nýti hæfileika sína til fullnustu. Umhverfi sem kallar á ævintýra- þrá, nýjungagirni og sköpunargáfu hans. Hættan við að senda herfylkingu sérfræðinga inn í skólann (við núverandi aðstæður) er að eðlileg viðbrögð nemanda við slæmu umhverfi verði tekin sem vísbending um geðveilu, taugaveiklun eða treggáfu. Þótt svo þeir litu skólakerfið gagnrýnum augum er hætt við að þeir verði að styðjast við ríkjandi „hugmyndafræði" við að fást við atferli er talin væru brjóta í bága við ríkjandi hegðunar- venjur. Vafalaust yrði hlutverk þeirra það helst að aólaga fráviks hegðun (deviant behaviour) að ríkjandi hegðunarnormum. Undir þessum kringum- stæðum verður sú spurning áleitin hvort þeir geta nokkuð annað gert en orðið þátttakendur í þeim harmleik sem á sér stað í skólakerfinu. í upphafi þessa erindis gat ég gagnrýni minnar á verk John Holts. Nú í lokin hef ég gert grein fyrir því að hve miklu leyti ég er honum sammála. Hætt er við að mín túlkun á verkum John Holt mótist töluvert af persónulegum skoðunum mínum á skólakerfinu. Þess utan er sú mynd er ég hef dregið upp af skoðunum hans fátækleg og ófull- komin, enda tilgangurinn ekki sá að gera nákvæma grein fyrir verkum John Holts heldur hvernig skoðanir hans hafa breyst eftir því sem hann kynnt- ist skólakerfinu betur, sem kennari og skólamaður. Veki þessi grein mín einhvern til umhugsunar og endurmats á viðhorfum sínum til skólamála afsakar það fyrirhöfnina. Ég tel að umræður um skólamál séu nauðsynlegar fyrst sú tröllatrú ríður enn húsum, að próf séu mælikvarði alls og sá nemandi sem „falli“ eða „skríði" á prófum sé í rauninni óalandi og óferjandi í skólakerfinu. HEIMILDA SKRÁ: Goodman, Paul: Growing up Absurd. Problems of Youth in the Organized Society. New York: Vintage Books. 1960. Gronlund, Norman E.: Gerð prófa (Þýð. Þuríður J. Kristjánsdóttir). Reykjavík: Skólarannsóknir. 1970. Holt, John: How Children Learn. Penguin Books Ltd. 1972 A. The Underachieving School. Penguin Books Ltd. 1972 B. Freedom andBeyond. Penguin Books Ltd. 1972 C. How Children Fail. Penguin Books Ltd. 1973. Jónas Pálsson: „Skólinn og nemandinn“ Sam- vinnan. Jan.-febr. 1972. Utvarpserindi um Grunnskólann. Fjölritað hefti, tekið saman í marz 1975. 2.X2=Z1X'2=8x,a= >6xa.= 2,2X2= 6>l,x2=I28x MENNTAMÁL 15

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.