Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.02.1975, Blaðsíða 18
Höfundur greinarinnar, Eleanor Duckworth, telur að engin ákveðin uppeldisfræðikenning eigi beint rætur að rekja til þroskakenningar Jean Piaget, en hún kannar mikilsverðar leiðir sem kennarar geta farið og notað kenningar hans. Hún telur að vitrænn þroski barna sé fólginn í að þau sannreyni hugmyndir sem þau telja mikilsverðar. Hún heldur þvi fram að þetta ferli — að sannreyna eigin hugmyndir — sé skilyrði þess að barnið þroskist vitrænt. Kennarar geti stuðlað að slíkum þroska fyrst og fremst með því að viðurkenna rétt barnsins til að fá „stórkostlegar hugmyndir“, leyfa því að forma spurningar og leita svara við þeim. Þessi aðferð og mikilvægi þess að láta börnum í té íjölbreytilegar aðstæður, gögn og efnivið sem örvar hugkvæmni þeirra — er rædd í greininni í tengslum við reynslu höfundar af vinnu með börnum í skólastofu og mats- verkefni, sem hún stjórnaði, á tilraunanámseiningu í raungreinum fyrir barnaskóla. Eleanor Duckworth: AÐ FÁ STÓRKOSTLEGAR HUGMYNDIR KEVIN, STEPHANIE OG STÆRÐFRÆÐINGURINN Fyrir nokkru tók ég nokkur sígild „Piaget-viðtöl“ við nokkur börn til að sýna vini mínum hvernig þessi viðtöl eru. Eitt var um mismunandi lengdir. Ég hafði klippt plastdrykkjarstrá í mismunandi lengdir og bað börnin að raða þeim upp eftir lengd. Fyrstu tvö börnin, sjö ára, luku þessu án erfiðleika og af litlum áhuga. Þá kom Kevin. Elenor Duckworth vinnur við rannsóknir við Atlantic Institute of Education, Halifax í Kanada. Hún vann að framhaldsnámi og sem aðstoðarmaður við rannsóknir með Jean Piaget við Institut des Sciences de 1‘Education í Genf í Sviss. Síðan þá hefur hún verið túlkur Jean Piaget við fyrirlestra hans í Norður-Ameríku. Hún hefur unnið að samn- ingu námsefnis og þjálfun kennara vegna margra stórra kennsluverkefna, þar á meðal Elementary Science Study og African Primary Science Pro- gram. Hún hefur ritað nokkrar greinar sem út hafa komið um verk Piaget. Áður en ég sagði orð um sogrörin, tók hann þau upp og sagði við mig: „Ég veit hvað ég ætla að gera“, og fór svo, upp á sitt eindæmi, að flokka þau eftir lengd. Hann átti ekki við: „Ég veit hvað þú ætlar að biðja mig um að gera“, heldur: „Ég hef stórkostlega hugmynd um hvað hægt er að gera við þessi sogrör. Þú verður hissa á að heyra þessa stórkostlegu hugmynd mína“. Það var ekki auðvelt fyrir hann. Hann reyndi nokkrum sinnum og gerði villur meðan hann þróaði smám saman sitt eigið kerfl. En hann var svo ánægður á meðan hann vann að og lauk við verkefnið sem hann hafði sett sér, að þegar ég ákvað að bjóða honum að eiga sogrörin (heil tíu drykkjarstrá) geislaði hann af ánægju, sýndi þau einum eða tveimur völdum vinum og geymdi þau síðan með öðrum ,,fjársjóðum“ í skókassa. Ég álít það, að hafa stórkostlega hugmynd, meginþátt vitþroska og ég tel mjög mikils um vert að Kevin fékk tækifæri til að hafa slíka hugmynd og til að njóta þess. Til að útskýra þessa skoðun og hvernig Piaget kemur inn í myndina verð ég 1 Grein þessi birtist í Harvard Educational Review í maí 1972 og nokkru síðar í bókinni Piaget in the Classroont. Ritstjóri. MENNTAMÁL 16

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.