Menntamál - 01.02.1975, Qupperneq 23
reynd möguleika til að öðlast „stórkostlegar hug-
myndir". Annað er að skapa umhverfi sem hvetur
til slíkra hugmynda hjá börnum — mismunandi
hugmynda hjá mismunandi börnum — um leið
og þau hrífast af vitrænum vandamálum sem eru
raunveruleg fyrir þeim. Hitt er að vera við því
búinn að viðurkenna hugmyndir barnanna.
ÞAÐ SEM SKÓLARNIR GETA GERT
Fyrir stuttu vann ég við mat á raungreinanámi
í barnaskóla. Þetta gerðist í Afríku, en umhverfið
var ekkert sérstakt eða frábrugðið algengu skóla-
umhverfi. í raun hefði þetta nám getað átt sér stað
hvar sem var. Þessi námseining var ekki sérstök
tilraun til að nota hugmyndir Piaget. En mér fannst
þær einmitt nýttar út í æsar. Hugmyndirnar sem
lágu að baki starfinu samræmast mjög vel kenn-
ingum Piaget um eðli náms og vitræns þroska.
Þær samræmast þeim hugmyndum sem ég hefi
verið að lýsa. Þeir sem skipulögðu námseininguna
vildu kynna börnunum umhverfið — efnisheiminn.
Þeir vildu að börnin kynntust líffræðilegum, eðlis-
fræðilegum og tæknilegum fyrirbærum — vasa-
ljósum, lirfum mýflugunnar, skýjum, leir. Þegar ég
nota orðin „að kynnast", á ég við það að vita hvers
megi vænta af þessum fyrirbærum, hvað megi gera
við þau, hvernig þau bregðast við mismunandi
aðstæðum, hvernig hægt er að breyta þeim, vernda
þau og eyða þeim.
Að sjálfsögðu er efnisheimurinn svo fjölbreyti-
legur og of flókinn til að nokkur einstaklingur
geti kynnst honum öllum í barnaskóla. Svo að
það besta sem hægt er að gera er að fá áhuga og
gera þessa „kynningu“ aðgengilega fyrir þau.
Hægt er að kynna nokkur fyrirbæri fyrir börnunum
þannig að áhugi þeirra vakni, fá þau til að setja
fram og svara eigin spurningum, fá þau til að gera
sér grein fyrir að það sem þau geta gert sé mikil-
vægt, vekja áhuga þeirra og sjálfstraust, svo að
þau haldi áfram sjálfstæðu starfi.
Námsefni eins og hér er rætt um virðir hið
óvænta. í stað þess að ætlast til að kennarar og
nemendur geri aðeins það sem skilgreint er í náms-
bókum eða nákvæmum markmiðum er ætlast til
að nemendur og kennarar fái svo margar eigin
hugmyndir um hvað gera megi við hjálpargögnin
að þau noti jafnvel ekki venjulegar námsbækur.
Megin markmiðið er að fá kennara og nemendur
til að auðga eigin hugkvæmni og prófa hugmyndir
sínar. Auðvitað verður slíku markmiði aldrei full-
komlega náð en segja má að það hafi markað
stefnuna hvað snerti námseininguna. Slík stefna
er tiltölulega óvenjuleg.
Jafn nauðsynlegt er fyrir kennara eins og
nemendur að hafa trú á eigin hugmyndum. Það
er nauðsynlegt fyrir þá sem menn en einnig til að
geta viðurkennt hugmyndir barnanna. Ef kennara
finnst að nemendur verði að gera eins og náms-
bókin segir og að ágæti hans standi og falli með
því, getur hann alls ekki viðurkennt hugkvæmni
og sköpunarhæfileika hjá nemendum. í kennslu-
leiðbeiningum þurfa að vera hugmyndir sem kenn-
arinn getur notað í fyrstu og dýpkað, en þær þurfa
einnig að gera kennaranum kleift að breyta stefn-
unni þegar aðrar hugmyndir koma fram.
Kennsluleiðbeiningarnar fyrir námseininguna
sem hér um ræðir hafa m.a. að geyma mörg dæmi
um hvernig líklegt sé að börn bregðist við. Hættan
er sú að kennarar líti svo á að nemendur verði
að gera það sem nefnt er í leiðbeiningunum. Hvort
börnin gera það, eða ekki, verður þá mælikvarði
á það hvort kennslan hafi tekist eða ekki. Stundum
láta höfundar kennsluleiðbeininga viljandi undir
höfuð leggjast að nefna skemmtilegustu viðfangs-
efnin, því að það eru þau sem líklegust er að
nemendur finni sjálfir og vilji glima við. Ef kennar-
inn œtlast til að þau eigi sér stað, er þeim þröngvað
fram og þá eru nemendur sviftir þeirri gleði að
fá og fást við „stórkostlegar hugmyndir". Oft
nefna höfundar kennsluleiðbeininga dærni sem eru
fjarri því sem búast má við að eigi sér stað við
venjulegar aðstæður. Ástæðan er fremur sú, að
jafnvel væri í lagi þótt slíkar hugmyndir kæmu upp.
Kennsluleiðbeiningarnar fjölluðu um auðfenginn
efnivið innan og utan skólans og dæmi um hvað
hægt væri að gera við þennan efnivið til að vekja
áhuga nemenda og fá þá til að spyrja eigin spurn-
inga. Til dæmis eru margir hlutir allt í kring um
okkur sem gefa mikilsverða möguleika til þekk-
ingaröflunar í efnafræði. Þessir hlutir spila saman
á fjölbreytilegan og áhugavekjandi hátt og eru í
seilingarfæri aðeins ef við vitum hvernig við getum
náð til þeirra. Þeir eru veröld sem bíður eftir að
vera uppgötvuð. Hvernig geta nemendur upp-
götvað þessa hluti þannig að þá langi til að kynnast
þeim nánar, beiti frumkvæði og líði vel i „nýrri
veröld" ?
Kennsluleiðbeiningarnar höfðu að geyma tillögur
MENNTAMÁL
21