Menntamál - 01.02.1975, Side 28

Menntamál - 01.02.1975, Side 28
Jónas Pálsson og Þuriður J. Kristjjánsdóttir: STÖÐUGLEIKI GREINDARVÍSITÖLUNNAR eins og hún mælist með greindarprófi Matthíasar Jónassonar Á árunum 1956-1960 starfaði Jónas Pálsson sem skólaráðgjafi við skólana í Kópavogi. Hann, ásamt fleiri skólamönnum, lagði þá drög að ferilrannsókn nemenda, sem fæddir voru 1951 og 1952 og hófu skólagöngu i 1. bekk (bekk 7 ára barna) Kópavogs- og Kársnesskóla 1958 og 1959. Kópavogsrannsóknin tengdist síðar könnun á skólaþroska barna í skólum Reykjavíkur og Kópa- vogs, sem hófu nám í 1. bekk skólanna haustið 1962. Þessi síðari rannsókn beindist einkum að könnun á áreiðanleik og forsagnargildi Levin-prófsins sænska. Þórir Bergsson cand. act., gerði á sínum tíma (1964-1965) tölfræðilega útreikninga á þess- um gögnum. Enn síðar (1968) gerði Þuríður J. Kristjánsdóttir útreikninga í tölvum á þessum rannsóknargögnum auk samanburðargagna, sem þá höfðu bæst við. — Ekki hefur á prenti verið gerð grein fyrir rannsóknum þessum. í grein þeirri, sem hér fer á eftir, er aðeins skýrt frá hluta af niðurstöðum rannsóknarefnisins, þ.e. stöðugleika greindarvísitölunnar. I fyrri hluta grein ar, sem Jónas Pálsson tók saman, er getið um til- drög rannsóknarinnar, rakin í stórum dráttum framkvæmd verksins og þeirra aðila, einstaklinga og stofnana, sem helst koma við sögu. í síðari hluta greinar fjallar dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir um þann þátt rannsóknar, sem sérstaklega snertir stöðugleika greindarmælinga samkvæmt útreikn- ingum hennar. Vonir standa til, að unnt verði síðar að birta til viðbótar niðurstöður af rannsóknarefni því, sem hér greinir frá. I TILDRÖG RANNSÓKNAR í SKÓLUM KÓPAVOGS OG SITTHVAÐ FLEIRA Fyrst er frá því að segja, að annar af höfundum þessarar greinar, Jónas Pálsson, var haustið 1956 ráðinn skólaráðgjafi við skólana í Kópavogi. (Til hægðarauka mun höfundur í þessari grein hér eftir nota 1. persónu eintölu, þegar hann víkur að sjálfum sér). Að formi til var ég ráðinn sem kennari við unglingastig Kópavogsskóla. Engum sögum fór þó af kennslu minni í unglingadeildum, enda var ekki ráð fyrir því gert í samkomulagi, sem óformlega fylgdi ráðningu minni. Þá voru ekki í lögum né reglugerðum heimildir til að ráða skólasálfræðing eða skólaráðgjafa til starfa við skóla í landinu. Svo varð raunar ekki fyrr en lög um grunnskóla voru samþykkt á Alþingi 1974. — En árið 1956 var slík þjónusta við nemendur, foreldra og kennara lítt þekkt hérlendis, af flestum talin óþörf, ef ekki beinlínis varasöm, enda sálfræðingar öðrum mönn- um líklegri til að reynast vandræðagemlingar! Af einhverjum ástæðum virðast forystumenn i Kópavogi hafa rennt grun í, að sérfræðileg aðstoð á sviði kennslu og skólastarfs kynni að vera gagn- leg nemendum og kennurum eða a.m.k. hættulítil. Varð úr, að undirritaður sótti um starf við skólann. Var um þetta samvinna við forystumenn í mennta- málaráðuneytinu og áFræðslumálaskrifstofunni, en MENNTAMÁL 26

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.