Menntamál - 01.02.1975, Side 32

Menntamál - 01.02.1975, Side 32
við fyrri heimildir, gæfu möguleika til útreikninga og ályktana, sem hefðu fræðilegt og félagslegt gildi. Til þeirrar rannsóknarvinnu, sem að framan er lítillega lýst, var í upphafí stofnað af vanefnum bæði fræðilega og fjárhagslega. Sérkennileg bjart- sýni réði för, sem sennilega er líkn lögð af forsjón- inni þeim angurgöpum, er flana í ófærur. Raunsæir menn kynnu að skýra uppátækið á annan veg og höfundi þess öllu óhagstæðari. En hvað sem um þetta er, þá verður þessi óforsjálni öll að skrifast á minn reikning, enda árangurinn orðið eftir því. Samt er enn von mín að frekari greinargerðir um þessa viðleitni til vísindalegra rannsókna verði teknar saman fyrr en síðar og birtar, þótt brota- kenndar kunni að reynast. Það væri skyldugur þakkarvottur af minni hálfu gagnvart þeim aðilum öllum, stofnunum og einstaklingum, sem hafa af góðvild og áhuga lagt af mörkum fé og fyrirhöfn að verkið yrði unnið. J. P. II GREINARGERÐ UM STÖÐUGLEIKA GREINDARVÍSITÖLU byggð á rannsókn nemenda í skólum Kópavogs. Frá því að franska lækninum Alfred Binet tókst rétt upp úr aldamótunum síðustu að búa til próf, sem gat sagt með allmikilli nákvæmni fyrir náms- gengi í skóla, hafa hin svokölluðu greindarpróf flætt yfir hinn vestræna heim. Ekki eru allir sam- mála því nú að kalla próf þessi greindarpróf. Á það er bent, og með réttu, að þau mæli ekki nema vissa þætti greindar og einkum þá, sem nýtast í hefðbundnu skólastarfi. Niðurstöður þessara prófa eru einkum notaðar til að spá um frammistöðu í námi eða starfi síðar. Mikið er því komið undir stöðugleika mælinganna. Með stöðugleika er hér átt við, hve stöðug greindar- vísitala einstaklings er frá einni mælingu til annarr- ar, eða með öðrum orðum sagt, hve áreiðanleg mælingin er. En Cronbach bendir á, að upplýsingar um stöðugleika hafi einnig mikið fræðilegt gildi, þær varpi ljósi á eðli vitsmunastarfsins og á þátt erfða og umhverfis í greind.1 Fyrstu rannsóknir, sem gerðar voru á stöðugleika greindarmælinga, virtust benda til þess, að greindin breyttist lítið hjá einstaklingnum. Sú trú festi því rætur, að unnt væri með einni mælingu að fá niðurstöðu, sem segði um alla framtíð til um getu, a.m.k. til náms. Seinni rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að greindarvísitala manna breytist með tímanum, sjaldan mikið, en stundum mjög veru- lega. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér, hvers vegna slíkar sveiflur verða á mældri greind sama manns. Orsökin getur verið mælitækið sjálft. Það er hugsan- legt að prófið reyni á ólíka hæfileika á hinum ýmsu aldursstigum. Þá getur verið um raunverulegar breytingar á getu einstaklingsins að ræða, varan- legar breytingar t.d. vegna breytinga á umhverfi hans og aðstæðum eða skammvinnar breytingar, t.d. vegna sjúkleika eða þreytu. í þriðja lagi getur hið ytra umhverfi á prófdegi haft áhrif, prófið getur verið tekið við slæmar aðstæður og persónu- leiki prófandans eða viðmót haft óeðlileg áhrif. í þeirri rannsókn, sem hér greinir frá, verða mjög miklar sveiflur hjá fáeinum einstaklingum. í slíkum tilfellum væri forvitnilegt að fá persónusögu frá þeim árum, sem hér um ræðir. Sú rannsókn, sem hér verður skýrt frá, var hafin af Jónasi Pálssyni. Hana má rekja aftur til ársins 1956, þegar Jónas varð skólasálfræðingur í Kópa- vogi. Hann sneri sér einkum að yngstu nemendun- um, og í því sambandi þýddi hann og staðfærði ásamt Ásgeir Guðmundssyni sænskt skólaþroska- próf, hið svokallaða Levinpróf. Skólaþroskabekkir voru síðan stofnaðir fyrir þá byrjendur, sem reynd- ust hafa tæpan skólaþroska samkvæmt prófinu. Börnin, sem settust í fyrsta bekk haustið 1958, voru fyrsti árgangurinn, sem prófaður var allur. Verður hér á eftir skýrt frá hluta rannsóknar, sem Jónas Pálsson setti upp í því sambandi. Er minn hlutur einungis töluleg úrvinnsla og eftirfarandi hugleiðingar þar að lútandi. Upphaflega var tilgangur rannsóknarinnar tví- þættur: 1) Að meta gildi skólaþroskaprófsins, og 2) Að athuga stöðugleika greindarvísitölunnar á barnaskólaárunum. MENNTAMÁL 30

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.