Menntamál - 01.02.1975, Page 35

Menntamál - 01.02.1975, Page 35
normal dreifingu. Það var prófað með x1 prófi, og reyndist frávik frá normal dreifingu ekki vera marktækt (_x2 = 6,53, df=ll, p>0,50). Samkvæmt framansögðu má því álykta, að sá hópur, sem hér um ræðir, sé eðlilegt úrtak íslenskra barna að því er snertir dreifingu greindar, þó má vera, að hann sé lítið eitt fyrir ofan meðallag. Þegar börnin voru endurprófuð í 6. bekk, þá náðist til 266 af þeim 300, sem prófuð voru í 1. bekk. Tvö voru látin, hin höfðu flust lengra en svo, að til þeirra næðist. í töllu IV eru niðurstöður þessarar prófunar bornar saman við 12 og 13 ára árganga stöðlunar- hópsins, en 12 ára hópurinn er heldur nær í aldri. Þess er að geta, að 13 ára stöðlunarhópurinn reynd- ist dálítið annarlegur, hann stóð sig tiltölulega verr en bæði 12 og 14 ára árgangarnir og er eini ár- gangurinn, sem liggur undir 100 stigum að meðal- tali. Þetta á við bæði kyn. Summa réttra lausna hjá 12 ára stöðlunarhópnum var 20% hærri en hjá 11 ára hópnum og 23% hærri hjá 14 ára hópnum en 13 ára. Þrettán ára hópurinn fór hins vegar aðeins 10% fram úr 12 ára hópnum.5 Matthías ræðir þetta í áðurnefndri bók sinni og telur, að hvorki muni vera um misþung verkefni að ræða né óeðlilegt úrtak í þessum aldursflokki. Hann setur fram tvær tilgátur þessu til skýringar: „1. Vegna annarra þroskabreytinga, sem verða á barni á 13. ári, dregur á þessu bili meir úr aukningu greindarþroskans en annars gerist reglulega með hækkandi aldri ... 2. Önnur tilgáta til skýringar er sú, að á 13. ári raski líkamlegar og sálrænar byltingar, sem byrjandi kynþroski veldur, mest innra jafn- vægi unglingsins. Af þessum sökum bregst honum sjálfsöryggið, hann verður feiminn, tortrygginn og bundinn ýmsum hömlum, sem gerir prófandanum erfitt fyrir að ná tökum á honum ...“ Um þessi atriði verður engu slegið föstu af þeim upplýsingum, sent fyrir hendi eru. Forvitnilegt er að athuga, hvort þetta sama fyrirbæri finnst annars staðar. í Harvard Growth Study7, þar sem fylgst var með greindarþroska barna frá 8 til 16 ára aldurs, kemur fram svipaður hjalli í greindarþroskanum um 13 ára aldur. í annarri rannsókn, sem kennd er við Berkeley8, má hins vegar greina örlítinn hjalla við 11 og 14 ára aldur, en ekki við 13 ára aldurinn. Berkeley athugunin kemur betur heim TAFLA IV Samanburður á meðaltölum og staðalfrávikum greindarvísitölunnar hjá drengjum, stúlkum og báðum kynjum saman i Kópavogi annars vegar og í stöðiunarhópnum hins vegar. N GV s Mism. t df P 1. Stöðlunarhópur, 12 ára börn 254 102,53 16,68 2. Stöðlunarhópur, 13 ára börn 229 98,98 16,95 3. Kópavogur, 12 ára börn 266 104,62 15,84 1-3 -2,09 1,46 260 NS 2-3 4. Stöðlunarhópur, 12 ára drengir 128 104,97 17,38 -5,64 3,75 248 <0,001 5. Stöðlunarhópur, 13 ára drengir 112 99,76 15,79 6. Kópavogur, 12 ára drengir 142 106,21 15,29 4-6 -1,24 0,62 135 NS 5-6 7. Stöðlunarhópur, 12 ára stúlkur 126 100,06 15,61 -6,45 3,28 127 <0,01 8. Stöðlunarhópur, 13 ára stúlkur 117 98,22 18,03 9. Kópavogur, 12 ára stúlkur 124 102,79 16,19 7-9 -2,73 1,36 125 NS 8-9 -4,57 2,07 122 <0,05 MENNTAMÁL 33

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.