Menntamál - 01.02.1975, Síða 42

Menntamál - 01.02.1975, Síða 42
sem rædd verða mismunandi viðhorf til kennslu- hátta í greininni. Þetta námskeið er ætlað kennurum dreifbýlisins og er að nokkru endurtekning á námskeiði sem haldið var í Kennaraháskóla íslands veturinn 1974- 75. II. Stærðfræði 2.1. Námskeið fyrir kennara 6—9 ára barna 19.— 20. ágúst. Staður: Kennaraháskóli íslands. Umsjón: Örn Arnar Ingólfsson. Hámarksfjöldi þátttakenda: 50. Á þessu námskeiði verða kynntar nýjar kennslu- bækur (fyrir 6 og 7 ára börn), sem væntanlegar eru á frjálsan markað í haust. Aðeins verður um að ræða kynningu helstu efnisþátta og kennsluhátta. Þessir tveir dagar eru fyrsti hluti námskeiðs, sem verður fram haldið í október og nóvember, einu sinni í viku 4 kennslustundir í senn. Þá verður höfuðáhersla lögð á hina ,,hrein“-stærðfræðilegu hlið efnisins auk almennrar kynningar á nýjum kennsluaðferðum. Fyrri hluti námskeiðsins verður svipaður og starfíð í fyrirhuguðum leshópum í stærðfræði. Þeir sem hafa starfað í leshóp í vor ættu því ekki að þurfa að sækja kynningardagana þó þeir hafi hug á að taka þátt í seinni hluta námskeiðsins. Þetta námskeið er eitmngis œtlad kennurum sem búa það nálægt Reykjavík að þeir geta sótt tíma einu sinni í viku í október og nóvember í Kennara- háskóla íslands. 2.2. Námskeið fyrir kennara 6—-9 ára barna 23.— 28. ágúst. Staður: Stórutjarnaskóli S.-Þing. Umsjón: Örn Arnar Ingólfsson. Hámarksfjöldi þátttakenda: 30. Þetta námskeið mun verða svipað í sniðum og verið hefur undanfarin ár, nema hvað vinnudagur verður lengri enda námskeiðsdagar færri. Þunga- miðja þess verður að undirbúa kennara undir að taka í notkun nýjar bækur í stærðfræði (fyrir 6 og 7 ára börn) sem væntanlegar eru á frjálsan markað að hausti. Reynt verður að kynna möguleika á nýjum kennsluháttum sem ætlast er til að teknir séu upp samhliða hinu nýja efni. Þetta námskeið er ætlað kennurum utan Reykjavíkursvæðisins sem vegna búsetu geta ekki sótt stærðfræðinám- skeið 2.1. en ætla að taka upp hinar nýju bækur. Telja verður æskilegt að kennarar sæki þetta námskeið þótt þeir hafi tekið þátt í leshópum nú í vor. Þeir eru þó að öðru jöfnu mun betur búnir undir að vinna á slíku námskeiði. 2.3. Námskeið fyrir kennara 4.—6. bekkjar 8.— 16. júní. Staður: Kennaraháskóli íslands. Umsjón: Ragnhildur Bjarnadóttir. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakend- um fjölbreytni í kennsluaðferðum, vinnu með hjálpargögnum og hvernig fella megi þau að mis- munandi kennslubókum sem notaðar eru á þessu aldursstigi. Jafnframt verður varið tíma í að athuga þær breytingar sem eru í gangi fyrir 1.-3. bekk og hvað gert er í 7.-10. bekk. Þetta verður gert bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt. 2.4. Námskeið fyrir kennara 7.—10. bekkjar 8.— 16. júní. Staður: Kennaraháskóli íslands. Umsjón: Anna Kristjánsdóttir. Markmið námskeiðsins er að kynna þátttakend- um fjölbreytni í kennsluaðferðum, vinnu með hjálpargögnum og hvernig fella megi þau að mis- munandi kennslubókum sem notaðar eru á þessu aldursstigi. Nokkrum tíma verður varið til fræði- legra athugana á því efni sem er að finna í nýrri kennslubókum og einnig til gerðar námsáætlana og athugunar á fjölþættum möguleikum á námsmati. Á báðum námskeiðunum verður varið tíma til að athuga erlendar kennslubækur og timarit og verður til þess sett upp gott safn bóka sem aðstaða verður til að vinna með meðan á námskeiði stendur. III. Byrjendakennsla 3.1. Námskeið fyrir kennara 6—9 ára barna 21.— 26. júní. Staður: Laugaskóli, Dölum. Umsjón: Herdís Egilsdóttir. Hámarksfjöldi þátttakenda: 35. Aðaláhersla verður lögð á nemandann sem er að byrja í skóla og hvernig skólastarfinu er háttað í upphafi skólagöngu. Aðrir þættir m.a. lestrarkennsla, barnabækur, söngvar, átthagafræði, föndur, myndíð og leikræn tjáning. Námskeiðið er ætlað kennurum dreifbýlisins. MENNTAMÁL 40

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.