Menntamál - 01.02.1975, Síða 43
Komi óskir frá kennurum á Reykjavíkursvæðinu
um hliðstætt námskeiö verður það væntanlega
haldið í haust eða einu sinni í viku í vetur.
IV. Danska
4.1. Námskeið fyrir kennara 4.—5. bekkjar 8.—
22. júni.
Staður: Æfinga- og tilraunaskóli KHÍ.
Umsjón: Stella Guðmundsdóttir.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 40.
Markmið: Kynning á námsefni 4.-6. bekkjar í
dönsku. Kennarar verða þjálfaðir í meðferð náms-
efnis og æfðir i dönsku talmáli eftir því sem tími
leyfir.
Viðfangsefni: Sýnikennsla, kennsluleiðbeiningar,
æfingakennsla, talþjálfun, gerð kennslugagna o.fi.
Kennarar sem verið hafa á dönskunámskeiði og
farið yfir námsefni 4. bekkjar geta sótt þann hluta
námskeiðsins þar sem fjallað verður um námsefni
5. og 6. bekkjar.
Vinsamlega takið fram í umsókn hvort þið
ætlið að taka þátt í öllu námskeiðinu eða aðeins
seinni hluta þess.
4.2. Námskeið í Danmörku fyrir kennara 7.—10.
bekkjar 17.—31. ágúst.
Fyrri hluti námskeiðsins verður í Snoghoj folke-
hojskole (Jótlandsmegin við gömlu Litlabeltis-
brúna) en seinni hlutinn í Kaupmannahöfn.
Meginmarkmið námskeiðsins verður að auka
færni þátttakenda í að skilja mælt mál og tala málið
og gefa þeim kost á að kynnast danskri menningu
og aðstæðum í Danmörku.
í Snoghoj verða sérstakir tímar og fyrirlestrar
varðandi dönskukennslu og málakennslu yfirleitt
(Carl Sörensen sem kennt hefur á þremur nám-
skeiðum fyrir íslenska dönskukennara). Þátttak-
endur skipta sér í námshópa (studiekredse) sem
fjalla um bókmenntir, þjóðfélags- og menningar-
mál (kennarar skólans leiðbeina) og hlýtt verður á
fyrirlestra sem fjalla um dönsk og norræn efni
(ýmsir þekktir fræðimenn). Farið verður í heim-
sóknir í skóla og kynnisferðir um Jótland og Fjón.
Starfið verður skipulagt innan þess ramma sem
tíðkast í lýðháskólum. Auk íslensku þátttakend-
anna verða væntanlega jafnmargir danskir og
meginhluti dagskrárinnar sameiginlegur.
Á síðari hluta námskeiðsins fer kennslan fram í
Folkeuniversitetet í Kaupmannahöfn. Kennt verð-
ur 5 tíma á dag og megináhersla lögð á framburð,
talæfingar og textameðferð. Sagt frá reynslu skól-
ans af að kenna útlendingum dönsku, kynntar að-
ferðir og námsgögn. Þessi hluti verður skipulagður
í samráði við Merete Biorn sem hefur komið í
heimsókn hingað og flutt fyrirlestra á vegum
Dönskukennarafélagsins. Von er og á framlagi
Mogens Jansen til námskeiðsins en hann hefur
aðstoðað við gerð nýrra námsbóka fyrir dönsku-
kennsluna í 6.-8. bekk.
Undirbúning og fararstjórn annast Hörður Berg-
mann námsstjóri. Ætlunin er að nota mánudaginn
16. ágúst til kynningar og undirbúningsvinnu fyrir
námskeiðið - verður væntanlegum þátttakendum
kynnt það nánar síðar.
Styrkur er veittur til námskeiðsins af fjárveitingu
til endurmenntunarnámskeiða fyrir kennara 1976
og af Fondet for dansk-islandsk Samarbejde. Vil-
yrði hafa fengist um styrk frá danska kennslumála-
ráðuneytinu til að greiða dvalarkostnað í Snoghoj.
Fáist hann er áætlaður kostnaður á þátttakanda
(fargjöld og uppihald) um 25.000 kr. (sem yrði þó
að hækka í samræmi við breytingu á flugfargjöldum
og gengi).
í Kaupmannahöfn er gert ráð fyrir gistingu í 2ja
manna herbergjum og morgunverði á Scanis Hotel,
Brydes Alle 21, sem Folkeuniversitetet hefur haft
samstarf við. Þeir sem vilja sjá sér sjálfir fyrir
gistingu i Kaupmannahöfn 25. ágúst — 1. septemb-
er — og lækka með því þátttökukostnað sinn —
eru beðnir að geta þess í umsókn.
Væntanlegir þátttakendur ættu að kanna mögu-
leika á styrk frá sveitarfélagi sínu því að víða um
land er orðin venja að veita kennurum styrk úr
sveitarsjóði þegar þeir sækja námskeið erlendis.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
V. Enska
Mikil óvissa ríkir eins og er um námskeið í ensku.
5.1. Námskeið fyrir kennara 6. bekkjar.
Ef bókin „This Way “ kemur út í haust er fyrir-
hugað námskeið fyrir enskukennara í Reykjavík og
nágrenni.
Fyrirkomulag: Kynningardagar verða seint í
ágúst en síðan myndu þátttakendur hittast einu
sinni í hálfum mánuði t.d. á laugardögum mánuð-
ina september-desember.
MENNTAMÁL
41