Menntamál - 01.02.1975, Page 46

Menntamál - 01.02.1975, Page 46
menntum fyrir blandaða kóra og barnakóra. 5. Þjóðdansar, 1-2 hópar. 6. Námsmat. 7. íslensk þjóðlög. 8. Hlustun og tónlistarkynningar. XV. Mynd- og handmennt 15.1. Námskeið fyrir kennara 1.—9. bekkjar 23.— 31. ágúst. Staður: Kennaraháskóli íslands. Umsjón: Þórir Sigurðsson námstjóri. Hámarksfjöldi þátttakenda: 90. Fyrirlestrar verða um uppeldis- og kennslufræði- leg efni einnig um nýja námskrá í mynd- og hand- mennt, útskýringar og hagnýtar starfsleiðbein- ingar. Annars starfa þátttakendur i smáum hópum og geta valið úr eftirfarandi viðfangsefnum: 1. Mynd- og handmennt í 1. og 2. bekk. 2. Vélsaumur. Vinnuaðferðir og verkefni sem heppileg geta talist við kennslu í grunnskóla. 3. Medferd snióa. Notkun tilbúinna sniða og nauðsynlegar breytingar miðað við stærð o.fl. 4. Vefnaóur sem valgrein í 7.-9. bekk grunn- skóla. 5. Mynsturteikning. Ýmsar aðferðir. Miðað við útfærslu mynstra í margs konar efni. 6. Ýmsar aóferóir vió myndgerð. Myndgerð með ýmsum efnum og vinnuaðferðum. 7. Þrykkaóferóir. Grafik, tauþrykk o.fl. 8. Trésmíöi á grunnskólastigi. Framhald af nám- skeiði sem haldið var s.l. haust. 9. Bókband. Miðað við að þátttakendur geti kennt bókband sem valgrein í efstu bekkjum grunn- skólans. í starfshópunum verður fyrst og fremst lögð áhersla á hugmyndaskipti og skapandi vinnu þátt- takenda sjálfra undir stjórn leiðbeinenda. Kennslu- áætlanir og verkefnagerð unnin með sérstöku tilliti til nýrrar námskrár. Vefnaður og bókband miðast við kennslu í valgreinum í 7.-9. bekk. í umsókn þarf að taka fram hvaöa starfshóp kennari velur sér og merkja við annað viðfangsefni til vara. XVI. íþróttir 16.1. Námskeið fyrir íþróttakennara 23.—28. ágúst. Verður haldið á vegum íþróttakennaraskóla íslands í samvinnu við stjórn íþróttakennarafélags íslands. Staðir: íþróttahús og Æfingaskóli K.H.Í. og Árbæjarskóli. Umsjón: Árni Guðmundsson skólastjóri, dr. Ingimar Jónsson og Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi. Viðfangsefni: 1. Niðurstöður tilraunakennslu skólaárið 1975- ‘76. Endurskoðun námskrár. 2. Námsaðgreining í íþróttakennslu. 3. Námsmat. 4. Verklegt: a) Fimleikar (stökk). b) Kennsla i knattleikjum í skólum. c) Sundkennsla (Guðmund- ur Harðarson verður í Árbæjarskóla með þá kenn- ara sem einkum kenna sund). C. FRÆÐSLUFUNDIR Ekkert námskeið verður í eðlisfræði í sumar, en fræðslufundir verða haldnir í fræðsluumdæmunum eftir því sem þörf krefur og óskir berast. Félagsstörf og félagsmálafræðsla í skólum. Fræðslufundir eru áformaðir í fræðsluumdæm- unum veturinn 1976-‘77 fyrir þá kennara sem taka að sér að leiðbeina nemendum við félagsstörf og annast félagsmálafræðslu í skólum. Byrjendakennsla í lestri og móðurmálskennsla. Ef óskir berast frá kennurum ákveðinna svæða um fræðslufundi t.d. um byrjendakennslu í lestri eða móðurmálskennslu verður reynt að koma til móts við þær óskir í samráði við fræðslustjóra um- dæmisins og námstjóra viðkomandi greinar. 44

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.