Vorið - 01.03.1953, Page 8
4
V O R I Ð
eiga það, sem ég fái á færið mitt,“
sagði Árni brosandi og leit til félaga
sinna.
„Já,“ sagði Björn. „En ég ætla að
verða skipstjóri á stórnm togara og
sigla með fiskinn til annarra landa,
og þá fæ ég að sjá stóru borgirnar,
járnbrautirnar og loftförin og öll
þessi ósköp, sem þeir hafa í stóru
borgunum. Og þar kaupi ég mér
falleg föt fyrir fiskinn og verð ríkur
maður, t. d. eins og hann Sigvaldi
kaupmaður. Hvernig lízt ykkur á
þetta, drengir? Haldið þið, að það
verði ekki gaman Og þá skal ég
gefa ykkur eitthvað fallegt, þegar ég
kem heim. Pabbi segir, að það sé
engin framtíð að vera á þessum
smábátum, og dorga alltaf upp við
land. Við verðum að fá miklu stærri
skip.“
Samtalið liætti skyndilega. Björn
fann, að það var kippt harkalega í
færið lians, svo að það lá við að
liann missti það úr höndum sér.
„Drengir!" kallaði Björn. „Það
er gríðar stór þorskur kominn á
færið mitt!“
Árni litli stökk upp, fleygði fær-
inu sínu á bryggjuna og hljóp fram
fyrir Björn til þess að vera sem næst,
þegar fiskurinn kæmi upp úr sjón-
um. Björn stóð líka upp til þess að
hafa betri aðstöðu að draga fiskinn,
en Eiríkur sat kyrr við sitt færi, en
sneri sér samt að Birni og sagði:
„Dragðu hann nú hægt, þegar hann
kemu rupp úr sjónum, svo að hann
slíti sig ekki af önglinum.“
„Nei, sko!“ sagði Árni. Hann
var kominn á fjórar fætur, kraup
alveg fremst á bryggjubrúninni og'
gægðist fram af. „Það er gróðar stór
þorskur, enn stærri en sá, sem Siggi
fékk í gær.“
Fiskurinn var nú kominn upp í
vatnsskorpuna og barði sporðinum
og kastaðist til og frá.
„Æ, æ.“ Það var Árni sem hl jóð-
aði. Hann hafði ekki gætt þess í
ákafanum, hvað hann var tæpt á
bryggjuendanum og hafði misst
jafnvægið og steypzt á höfuðið nið-
ur í sjóinn. Þar hvarf hann þegar á
bólakaf.
Árna skaut fljótt upp aftur svo
sem tvo metra frá byyggjunni-
Björn stóð andartak kyrr og horfði
á félaga sinn í sjónum, svo snaraði
hann sér úr stígvélunum og steypti
sér í sjóinn. Hann hafði lært sund
um vorið og hafði sýnt mikinn
áhuga og dugnað við námið o'g
fengið hrós lyrir það hjá kennaran-
um.
Það stóð heima, að Björn náði
utan um Árna með vinstri hendinni
Jregar hann var að sökkva í annað
sinn. Síðan synti Iiann að bryggj'
unni og mátti neyta allrar orku
sinnar. Hann greip með hendinm
utan um einn nndirstöðustólpann
og gat haldið sér þar föstum með
hægri hendinni, en hinni hélt hann
fast ntan um Árna.