Vorið - 01.03.1953, Side 13

Vorið - 01.03.1953, Side 13
VORIÐ 9 Sjáðu nú til, María! (Hún tekur pennann sinn og skrifar eitthvað í bréfið.) MARLA: Ertö hringlande vettlös, stelpa. Hvað ertö nú að gera? SÚSSÍ: Nei, sjáðu nú til. Hér stend- ur nú kl. 4 í staðinn fyrir 5. Skil- urðu það, María? MARÍA: Ne-ei. SÚSSÍ: Hlustaðu nú á! (Meðan hún talar, límir hún umslagið aftur.) Sjáðu nú til. Systurnar hafa aldrei séð kennslukonuna, en ég ætla að dulbúa mig og kem svo eftir stundarkorn og tala við þær. Og þú mátt reiða þig á, að þær fá ýmislegt að vita um sína elsku- legu lrænku Betu Sússönnu, þó að fröken Muller hafi kannske orðað það eitthvað öðruvísi. Finnst þér þetta ekki sniðugt, María? MARÍA: En þú getur þetta aldrei, Sússí! SÚSSÍ: Einmitt það! (Hermir eltir kennslukonunni.) María litla ætti ekki að vera með neinar að- finnslur við Betu Sússönnu. Það borgar sig ekki fyrir Maríu litlu, því að ég skal láta yður vita það, að unga stúlkan er næstum ofviti. Hún er „geni“, María litla! MARÍA (hlær full aðdáunar). SÚSSÍ: Jæja, við megum ekki eyða tímanum til einskis. Hefurðu nokkur föt, sem ég get notað, María? MARÍA: J á, ég hef græna jtilsið og rauðu blússuna, en sestörnar þekkja það. SÚSSÍ: Já, og kennslukonan geng- ur aldeilis ekki í rauðri peysu, eða blússu, María litla! Hún er alltaf í svörtu. Eg nappa kjól frá systrunum. Einhverjum, hund- gömlum, sem þær eru búnar að gleyma. Þegar þær koma inn, þá segist þú þurfa að senda mig eftir einhverju til kaupmannsins, og þá nota ég tækifærið til að skipta um föt. MARÍA: Já, en .... (Systurnar koma inn með böggla í höndun- um.) MALLA: Þetta var ágætt .Við spör- uðum að minnsta kosti tvær krónur. Taktu við þessu, María! MARÍA (tekur við bögglunum. Sússí gefur henni ákaft rnerki.) Gæti Sússí.... (Malla ræskir sig grimmilega.) Gæti Beta Sússanna sött ferer meg sápö tel kaup- mannsins? MALLA: Sápu! Og hér er margra vikna forði. MARÍA (ringluð): Já, en það vant- ar dállteð af kaffi! MALLA (ströng); En við höfum ekki fleiri miða, og þér keýptuð það í fyradag, María! MARÍ A (örvilnuð. Sússí gefur stöð- ugt merki): Já, en ég verð að fá sekör. Þeð veteð þó að það er ekke tel. (Sússí flissar.) MALLA: Það var þó til hálfpund af sykri í gær!

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.