Vorið - 01.03.1953, Qupperneq 38

Vorið - 01.03.1953, Qupperneq 38
34 VO RIÐ Nýstárleg og skemmtileg verðlaunasamkeppni Vorið hefur ákveðið að gangast fyrir samkeppni í BARNATEIKNING- UM. Öll börn yngri en 14 ára geta tekið þátt í henni, hvort sem þau eru kaupendur blaðsins eða ekki. Verkefnin eru að teikna myndir í lesefni úr barnabókum. Börn, sem eru 10 ára og yngri, fá það verkefni að teikna myndir úr sögum „BERNSKUNNAR“ eftir Sigurbjörn Sveinsson. Hún er ein af okkar elztu og vinsælustu barnabókum og til í gamalli útgáfu í tveimur bindum og nýrri útgáfu frá 1948 í einu bindi. Eldri börnin, 11—14 ára, fá hins vegar það verkefni, að teikna í lesefm bókanna „Kappar“ I. og II. Hefur Marinó L. Stefánsson valið efni þeirra úr fornbókmenntum okkar. Hæfilegt verður að telja, að hvert barn sendi 1—5 myndir og vandi þæl vel. Varizt að líkja eftir myndum, sem eru í þessum bókum. Finnið sjálf viðfangsefni úr sögunum. Lesið þær rækilega. Sendið svo með myndununr upplvsingar um, við hvaða sögur myndirnar eiga. Myndirnar verða að vera á góðum teiknipappír. Samkeppni þessi stendur til næstu áramóta. Verð- laun verða veitt fyrir 5 beztu myndimar. Utanáskrift blaðsins er: Vorið, Akureyri. Fáist svo góðar barnateikningar í þessari samkeppni, að fært þyki að halda sýningu á þeim, befur blaðið ákveðið, að ágóðinn af þeirri sýningu gangi til Barnaverndarfélags Akureyrar. Á þann hátt getið þið um leið hjálpað þeim, sem bágt eiga. Börnin góð! Bregðið nú við og sendið margar góðar teikningar til Vors- ins. Þetta er skemmtilegt viðfangsefni. Byrjið á þessu nú þegar, svo að eitt- hvað verði hægt að skýra frá keppninni í næsta hefti, sem kemur í vor.

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.