Vorið - 01.03.1953, Page 40

Vorið - 01.03.1953, Page 40
HANN LÆRÐI AÐ ÞEGJA í sókn einni á Jótlandi bjó eitt sinn maður, sem að vísu sótti vel kirkju sína, en hann hafði þann ljóta og leiða sið, að tala við sessu- naut sinn á meðan leikið var á org- elið. Og umtalsefnið var þá venju- lega um einhverja veraldlega hluti. Því hærra sem leikið var á orgelið, því hærra talaði maðurinn. Þetta truflaði söfnuðinn og margir voru gramir yfir þessu, en mest þó orgel- leikarinn. Loks var þolinmæði lians á þrotum og hann sagði við sjálfan sig: „Bíddu hægur, kunningi, ég skal sannarlega venja þig af þessu.“ Næsta sunnudag, þegar byrjað var að leika á orgelið, hóf maður- inn að venju samtalið við sessunaut sinn, en mjög lágt í fyrstu. En smátt og smátt lék orgelleikarinn liærra og sterkara, þar til orgelhljóm- arnir fylltu kirkjuna. En þá neydd- ist bóndinn til að hækka röddina til þess að til hans heyrðist. En svo þagnar orgelið allt í einu, og það varð dauðakyrrð í kirkjunni. k'rá sæti bóndans heyrðist þó sagt með þrumuraust: ,,Annað nautið hefur snúin horn.“ En nú þagnaði hann skömmustu- legur á svip. Og lengi á eftir var honum strítt á því, að liann iiefði verið að tala um nautaverzlun í kirkjunni. Þetta varð þó til þess, að bóndinn hætti alveg að tala í kirkjunni. Ný keppni Hér kemur dálítið nýstárleg kejjpni, sem ykkur er boðið að taka þátt í, en hún er um það, hvert ykkar getur búið til beztan og skemmtilegastan innileik Hann má ekki vera mjög langur, og ekki má taka leiki úr bókum, hvorki orð- rétta né breytta, heldur eigið þið að reyna að búa til alveg nýja leiki. — Þrenn verðlaun verða veitt. Fyrstu verðlaun verða einhver góð bók. Önnur verðlaun verður Vorið ókeyjris í eitt ár, og þriðju verðlaun verða fO kr í jreningum. Svo verða leikirnir birtir í vorinu, og ef til vill fleiri en þeir, sem fá verðlaun. — Sendið nú skemmtilega leiki. Skrif- ið þá skýrt og vel. Leikirnir þurfa að vera komnir fyrir 1. sejrt. næstk. Utanáskrift er: Vorið, Akureyri. Kennarinn: Hvaða dýr þarf minnst að boi’ða? Nemandinn: Mölurinn, því að hann borðar bara göt. Það var einu sinni stúlka, sem fór til myndasmiðs og bað hann að taka mynd af sér. Hvers konar mynd viltu fá? spurði myndasmiðui’inn. Viltu hafa það brjóst- mynd? Mér þætti vænt um, ef höfuðið mætti fylgja með, svaraði stúlkan.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.