Vorið - 01.03.1953, Page 44

Vorið - 01.03.1953, Page 44
40 V O R I Ð GAMAN OG ALVARA Bjarni kaupmaður átti von á gest- um. Hann gægðist áhyggjufullur út um gluggann, því að það var farið að rigna. Honum sýndist einhver vera að koma, opnaði dyrnar og gekk út, en þar var þá enginn. Þegar hann gekk út á tröppurnar hafði hann ekki gætt þess, að hurðin féll aftur, og vegna þess, að hann hafði ekki smekkláslykill fneð sér, varð hann að standa þarna nokkrar mínútur, þangað til einhver heyrði, að hann var að banka og opnaði dyrnar. Þarna hafði hann ekkert þak yfir höfuðið, og auðvitað hafði hann ekki verið svo forsjáll að hafa með sér regn- hlíf. En þrátt fyrir þetta var ekki eitt einasta hár á höfði hans vott, þegar hann fór inn aftur. Hvemig stóð á því? Kennarinn: Hvað er tuttugu frá tutt- ugu? Nemandinn þegir. Kennarinn: Ef þú hefur tuttugu aura í vasanum og týnir þeim. Hvað er þá eftir í vasanum? Nemandinn: Gat. Vertu nú þægur, Pési minn, þá skal ég teikna eitthvað fyrir þig. — Geturðu teiknað, mamma? , — Já, hvað sem þú vilt, drengur minn. — Viltu þá teikna fyrir mig mjólk? — Hver hefur skapað heiminn, Pét- ur? — Guð. — Og hver hefur skapað þig? — Það hefur guð einnig gert, en hann skapaði mig bara pínulítinn. Hitt hef ég gert sjálfur. VORIÐ Timarit fyrir böm og unglinga. • Kemur út í 4 heftum á ári, minnst 40 sfður hvert hefti. Argangurinn kostar kr. 15.00 og greiðist fyrir 1. maí. Útgefendur og ritstjórar: Hannes J. Magnússon, Páls Briems- götu 20, Akureyri, og Eiríkur Sigurðsson, Hrafnagilsstræti 12, Akureyri. Prentverk Odds Björnssonar h.f. DÆGRADVÖL 1. Hver af sonum Egils Skallagríms- sonar drukknaði? 2. Á hvaða bæ var nunnuklaustur á Norðurlandi? 3. Hver hefur símanúmerið 1182 a Akureyri? 4. Hvað hét kona Þorvarðar Loftssonai' á Möðruvöllum? 5. Hvaða jökull er vestan við Kalda- dal? 6. Við hvem sagði Ófeigur í Skörðum: „Hversu mikill þyki þér hnefi sá?“ 7. Hver varð hér ráðherra árið 1909? 8. Hvaða fyrirtæki framleiðir heimilis- tækið „Þvegillinn11? 9. Hvað heitir ævisaga Benedikts Gröndal? 10. Eftir hvaða skáld er þessi vísa: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. En verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. 11. Inn í hvaða fjörð kom Naddoður á Austfjörðum? Fyrstu stafirnir í svörunum við þesS' um spurningum mynda bókaheiti- Hver eru svörin og hvað heitir bókin ? Verið dugleg og sendið margar ráðn' ingar. Bókaverðlaun verða veitt.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.