Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 16

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 16
gengið svolítið um og notið útsýnisins fórum við á alveg nýtt veitingahús, Langeline restaurant og fengum okkur að borða. En áður lögðum við peninga í tundurdufl sem var þar sett til að safna peningum handa öldruðum sjómönnum. Eftir matinn gengur við að styttunni af hafmeyjunni. Hafmeyjan er þar sem hún situr á stóra steininum og horfir út á sundið á einhverjum fallegasta stað í Kaupmannahöfn. Enda stóðum við þarna drykklanga stund og dáðumst að fegurðinni. Við tókum myndir hvert af öðru standandi við hlið styttunnar og reyndum að brosa sem sælast til að eyði- leggja ekki fyrir styttunni. Framh. Vorið efnir nú enn einu sinni til verðlaunagetrauna. Sú fyrri hefst í þessu hefti og verður í tveimur heftum. Þó tekur við önnur og verður í tveimur siðústu heft- unum, en frú henni verður sagt síðar. Fyrir öll svör rétt í búðum getraununum verða veitt glæsileg verðlaun, en þar sem búast mó við mörgum réttum úrlausnum, verður dregið um verðlaunin. —— Svara ú 20 spurningum — 10 i þessu hefti og 1 0 í næsta hefti, og eru þútttak- endur beðnir að senda ekki svör fyrr en getraunin er komin öll. VERÐLAUNIN ERU TVEGGJA MANNA TJALD, 1500 KRÓNUR AÐ VERÐMÆTI. VERZLUN BRYNJÓLFS SVEINSSONAR gefur Vorinu þennan égæta grip, en hún verzlar með alls konar íþrótta- og sportvörur, bæði í Skipagötu 1 á Akureyri og í Ólafsfirði. Hér koma svo spurningarnar i fyrri hluta keppninnar: Tíu verðlaunaspurningar um landið okkar. 1. Ur hvaða eldfjalli kom síðasta eldgosið? 2. Við hvaða stöðuvatn eru flestar andategundir? 3. Hvaða eyja er í Eyjafirði? 4. Með hverju eru hús i Ólafsfirði hituð upp? 5. Hver er mesti sildarbær á Norðurlandi? 6. Hvoða kaupstaður er við Skjélfanda? 7. Hvaða vatnsfall fellur eftir Búrðardal? 8. Hver er merkasti sögustaður í Skagafirði? 9. A hvaða skaga er Raufarhöfn? 10. Hvert er stærsta vatnsfall í Húnavatnssýslu? 12 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.