Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 24
ur,“ sagði ívar. Hann situr og hugsar.
Jens situr við hlið hans og bíður.
„Ég held, að ermin sé nógu stór,“
svarar hann eftir nokkra stund.
„Hvað fáum við fyrir að ná fugla-
morðingjanum?“ spyr ívar, því að nú
er vöknuð forvitnin hjá honum.
„Fyndu þér lurk, — nei, náðu í eina
ár úr prammanum.“ Hann hvíslar og
heldur fyrir munninn. fvar sendist af
stað. Hann hleypur í rjúkandi spretti.
„Nú þarft þú að vera viðbúinn, þegar
ég tek steininn frá holunni. Settu árina
inn í holuna um Ieið.“ Jens býr sig
undir. „Nú!“ Hann rífur steininn burt,
og fvar setur árina inn í holuna um
leið.
„Bíddu við, ég ætla að gægjast inn í
holuna og vita hvort ég sé minkinn.“
Jens tekur um árina og dregur hana
hægt út aftur.
„Á,“ segir hann og víkur sér undan
en rekur árina samstundis aftur inn í
holuna.
„Sástu hann?“ spyr fvar æstur.
„Já, hann glápti á mig eins og hann
ætlaði að ráðast á mig.“ Jens er æstur.
„En nú skal hann verða að fara út.“
Hann rekur árina aftur í holuna af öllum
mætti.
„Hæ!“ ívar æpir og stekkur í kring-
um steininn. „Nú er hann kominn í
jakkann þinn. f ermina!“
Jens sleppir árinni og kemur á eftir.
„f jakkanum mínum! Minkurinn!“
„Já, sjáðu hérna. í erminni.“
Þá sér Jens að jakkaermin er full og
hún hreyfist. Hún snýr upp á sig og
þyrlast fram og aftur. Drengirnir horfa
á þetta undrandi. Fuglamorðinginn er í
erminni. Hvað eiga þeir að gera?
„Ég verð------------“ segir Jens að
lokum.
„Þorir þú?“ spyr ívar. Þá tekur Jens
kjark í sig. Hann setur upp vettlingana,
kippir jakkanum að sér og rúllar hann
eldsnöggt saman. Ermin hamast fram og
aftur.
„Viðbúinn með pokann og snærið,“
kallar hann ákafur. „Æ, Æ.“ J’arna
beit hann bæði í gegnum jakkann og
vettlinginn. En Jens sleppir ekki takinu.
Leiftursnöggt er hann kominn að kvart-
elinu og stingur öllu ofan í það. „Láttu
yfir og bindum svo vel fyrir,“ kallar
hann.
ívar, sem hafði staðið með pok-
ann, skellir honum yfir og vefur bandinu
utan um mörgum sinnum.
Þeir anda léttar eftir æsinginn. Loks
hafa þeir veitt fuglamorðingjann! —
Þetta var sniðug gildra! — ívar er
hreykinn af bróður sínum, og hann af
sj álfum sér.
Vigfús er niðri á bryggju, þegar þeir
róa prammanum að stiganum. Hann
veit að þeir eru að koma úr Máshólm-
anum og kemur til móts við þá.
„Jæja, hafið þið orðið varir við fugla-
morðingjann í dag?“ spyr hann.
„Já, hann er hér,“ svarar Jens og
tosar kvartelinu að bryggjustiganum.
Vigfús verður undrandi. „Hvað seg-
irðu, drengur!“ Hann tekur á móti
kvartelinu og ber það upp á bryggjuna.
Drengirnir fylgja lionum eftir.
„Þú verður að skoða hann,“ segir
Jens ákafur.
„Er hann stór?“ spyr ívar.
20 VORIÐ