Vorið - 01.03.1963, Side 30
STJÖRNUSPEKINGURINN
— ÆVINTÝRI —
BJÖRN R. STEFÁNSSON SKRÁSETTI
Einu sinni var karl og kerling. Þau
bjuggu nærri skógi einum miklum, þó
eigi mjög langt frá annarra manna bú-
stöðum. í skógi þessum var gnægð
veiðidýra, en konungur ríkisins átti einn
veiðirétt í skóginum, svo þar mátti eng-
inn veiða skógardýrin nema kóngurinn
og þeir er honum fylgdu eða hann gaf
leyfi til þess.
Þau karl og kerling höfðu iengi saman
búið áður en þeim varð barns auðið.
Þótti þeim það mikið mein sem vonlegt
var. En er þau voru tekin að örvænta
um uppfylling sinna heitustu óska og
vona, kenndi konan þunga nokkurs, er
hún hugði vera eina illartaða innvortis-
meinsemd. Gerðist hún því, sem og bóndi
hennar, hugsjúk mjög, því þau hugðu að
hún mundi bráðlega deyja. Ukust enn
þeirra áhyggjur, er konan fann þetta
sprikla í kviði sínum, því þá ætluðu þau
að þetta væri ormur eða snákur, sem
ofan í hana hefði skriðið og yxi nú í
maga hennar unz hann yrði henni að
bana. Loks þyngdi henni svo með ógur-
legum kvölum, að hún gat ekki varizt að
æpa og kveina hástöfum. Sat karl yfir
henni og grét beisklega, því nú hugði
hann banastund hennar þegar komna.
Fögnuði þeirra verður því ekki með
orðum lýst, er þessar þjáningar enduðu
á þann veg, að konan varð léttari og ól
sveinbarn eitt mikið og frítt. Dafnaði
og þroskaðist sveinn þessi svo fljótt og
vel, að með fádæmum þótti. Unnu for-
eldrarnir honum mjög, sem líklegt var.
Þótti móðurinni mikið mein hve fáir
áttu leið þar um, sem hún gæti sýnt
barnið, og mikið ágæti þess.
Ber nú ekki til tíðinda, sem í frásögur
sé færandi, fyrr en sveinninn er 5 vetra.
Þá var það á einum sólbjörtum sumar-
degi, að húsfreyja situr úti undir bæjar-
vegg að gæta sveinsins, sem lék sér þar
í grennd, að hún sér veiðimannahóp
koma fram úr skóginum þar nærri. Einn
þeirra tekur sig út úr hópnum og ríður
heim að bænum. Hann kastar kveðju á
húsfreyju og spyr, hvort hún geti gefið
sér mjólk að drekka. Hún játar því, en
segir, að liann verði þá að gæta sveinsins
á meðan. Hann kvað svo vera skyldu.
Gengur nú húsfreyja inn og kemur
að vörmu spori með mjólkurkönnu. Sit-
ur aðkomumaður þá með drenginn á
knjám sér og virðir hann fyrir sér með
mikilli gaumgæfni. Hafði hann dregið
fingurgull af hendi sér og gefið svein-
26 VORIÐ