Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 34

Vorið - 01.03.1963, Qupperneq 34
VIÐ SKULUM VERA VINIR LEIKRIT í EINUM ÞÆTTI PERSÓNUR: íslenzk stúlka. Negratelpa. Eskimóatelpa. Kínapabbi. H awaitelpa. Ameríslc stúlka. Hermenn. Blaðadrengir. Útbúnaður: Stórt jarðlíkan og viðeig- andi fatnaður. ÍSLENZK STÚLKA: Húrra! Hér á að vera veizla. Allt verður að vera snyrti- legt. Það koma gestir frá öllum lönd- um jarðarinnar. Hún skreytir með blómum og raul- ar lag. Það er barið að dyrum.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Kom inn. NEGRATELPA: Góðan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag. Velkomin til Islands. NEGRATELPA: Þakka. Ég átti að heilsa frá öllum heima. Hér bý ég. (Bendir á hnattlíkanið). ÍSLENZKA STÚLKAN: Hvernig líður ykkur heima hjá þér? NEGRATELPAN: Það er svo heitt, að við þurfum varla nokkur föt. Við bú- um í strákofum og getum borðað ávexti eins og við viljum. ÍSLENZKA STÚLKAN: Það er líka oft hlýtt hér á sumrin. Eigum við að leika okkur saman í snjónum? NEGRATELPAN: Tú, ég vil vera vin- stúlka þín og leika mér við þig. (Hún sezt á gólfið og krossleggur fæturna. Það er drepið á dyr og Eski- móatelpa kemur inn.) ESKIMÓATELPAN: Góðan dag. ÍSLENZKA STÚLKAN: Góðan dag. Velkomin til íslands. ESKIMÓATELPAN: Þakka. Svona heilsum við heima. (Núa nefunum saman.) Og ég átti að heilsa frá öll- um heima. Hér búum við — á Græn- landi. (Bendir á hnattlíkanið.) ÍSLENZKA STÚLKAN: Hvernig er að vera þar. ESKTMÓTELPAN: 0, það er miklu kaldara þar en hér. Nú er þar allt lagt með ís og snjó. En kofarnir okkar eru heitir. Og þegar pahbi kemur af veið- um, fáum við ágætt selspik að borða. ÍSLENZKA STÚLKAN: Viltu leika þér við mig? ESKIMÓATELPAN: Já, ég er fús til þess. 30 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.