Vorið - 01.03.1963, Síða 44

Vorið - 01.03.1963, Síða 44
KÓNGSDÓTTURIN VILL GIFTAST — SMÁLEIKUR í EINUM ÞÆTTI. — (Svið: Hallargarður eða inni í höllinni.) LEIKENDUR: Kóngur. Kóngsdóttir. Tvær hirðmeyjar. Herjoringi og hermenn. KÓNGUR (situr í hásæti með Viku eða Fálkablað og blýant.) KÓNGSDÓTTIR (Hefur verið að leika sér að brúðum og fleira dóti með hirðmeyjunum. Stendur upp og gengur að hásætinu.) Heyrðu pabbi. KÓNGUR: Uss, truflaðu mig ekki, ég er að ráða krossgátu. 1. HIRÐMEY (Fram): Kóngurinn er nefnilega alltaf svo óskaplega önn- um kafinn við stjórnarstörfin. KÓNGSDÓTTIR: Já, en pabbi — KÓNGUR (Gremjulega.): Nú, nú, hvað er það þá? KÓNGSDÓTTIR: Ég vil fara að gifta mig. KÓNGUR: Giftast, þ arna kom orðið. (Skrifar í blaðið.) KÓNGSDÓTTIR: Má ég það þá? KÓNGUR: Máttu hvað? KÓNGSDÓTTIR: Gifta mig. KÓNGUR: Hvaða vitleysa, hvað ætli þú farir að gifta þig. KÓNGSDÓTTIR (Stappar niður fætin- um): Jú, víst pabbi. Ég veit um marg- ar stelpur, sem eru búnar að gifta sig, og það er voða gaman. 2. HIRÐMEY: Ég vil líka vera hjón. KÓNGUR: Það er naumast. Þetta er að verða heil hjónabandsskrifstofa. Nú jæja, ég skal kalla á lífvörðinn. Hvar er lúðurinn minn? KÓNGSDÓTTIR (Dregur lúðurinn upp úr dótinu, sem þær voru að leika sér að) : Hérna er hann pabbi. Aldrei getið þið passað hlutina, þessir karl- menn. KÓNGUR (Blæs í lúðurinn. Herforing- inn inn): Kallaðu á lífvörðinn. HERFORINGINN (Hneigir sig): Skal gert, herra konungur. (Kallar fram.) Lífverðir inn. Áfram gakk. Standið rétt. Heilsið. (Lífverðirnir raða sér upp öðrum megin við kónginn. Her- foringinn næst kónginum.) KÓNGUR: Dóttir mín vill fara að gifta sig. HERFORINGINN: Hermenn, tilbúnir í stríð. KÓNGSDÓTTIR: Af hverju ætlið þið að fara i stríð? 40 VORIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.