Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 45

Vorið - 01.03.1963, Blaðsíða 45
HERFORINGINN: Til þess að ná í mann fyrir kóngsdótturina. KÓNGSDÓTTIR: En ég get vel gifzt einhverjum ykkar. HERMENNIRNIR (Allir í einu): Ekki mér, ekki mér, ég vil ekki giftast stelpu. KÓNGSDÓTTIR: Ég er engin stelpa, ég er kóngsdóttir. KÓNGUR: Ég skipa ykkur að giftast dóttur minni. HERFORINGI: Það er konungleg skip- un. Þá verðum við að hlýða. 1. HERMAÐUR: Við viljum heldur fara í stríð. 2. HERMAÐUR: Ekki getur hún gifst okkur öllum. KÓNGSDÓTTIR (Við herforingjann): Ég ætla að giftast þér. HERFORINGINN (Fýlulega): Hvers vegna endilega mér. Geturðu ekki tekið einhvern af hinum? KÓNGSDÓTTIR (Tekur upp tyggi- gúmmí): Sérðu. HERFORINGINN: Nei, áttu tyggjó. Þá er ég tilbúinn að giftast kóngsdóttur- inni. HERMENNIRNIR (Allir í einu): Ég líka, ég líka. HERFORINGINN: Þögn, ekkert múður í hernum. KÓNGUR: Hvar hefurðu náð í þetta, stelpa? Hefurðu komizl í ríkiskass- ann, eða hvað. KÓNGSDÓTTIR: (Réttir herforingjan- um tyggigúmmíið.) Hérna, nú máttu kyssa á hönd mína. HERFORINGINN: Æi, þarf ég þess. KÓNGSDÓTTIll: Já, já. Það er svo fínt. HERFORINGINN: Jæja þá. (Kyssir snöggt á hönd henni) Er þetta ekki nóg? KÓNGSDÓTTIR: Jú, svona í bili. En nú skulum við syngja eitthvað. Það er svo hátíðlegt. HERFORINGINN: Ég kann Óla Skans. 1. HERMAÐUR: Ég kann Göngum við í kringum. 2. HERMAÐUR: Ég kann Allir krakkar. 3. HERMAÐUR: Ég kann Gamla Nóa. 4. HERMAÐUR: Og ég kann ViljiÖ heyra. KÓNGUR: Þetta er fínt. Þá skulum við syngja Óla Skans (Kóngur slær takt- inn og þeir syngja af miklum krafti.) KÓNGSDÓTTIR (Þegar söngnum er lokið. Leggur hendi á hjartað, eða sem næst því.) Ó, þetta er yndislegt. HIRÐMEY: Já, alveg dásamlegt. KÓNGSDÓTTIR (Kemur með brúðu. Réttir berforingjanum): Hérna, taktu nú við barninu okkar, og vertu góður við það. HERMENNIRNIR: Hí, liann leikur sér að brúðu, eins og stelpa. HERFORINGINN: (Kastar brúðunni í gólfið.) KÓNGUR: Hvað er þetta? Dirfistu — HERFORINGINN: Herinn hefur gert uppreisn, herra konungur. KÓNGUR: Jæja, út með ykkur þá. HERFORINGINN: Hermenn, út, áfram gakk. 1, 2. Kveðjiö. (Hermennirnir ganga út, herforinginn síðastur.) KÓNGSDÓTTIR: Komdu með tyggjóið, fyrst þú ætlar að svíkja mig. HERFORINGINN (Kastar því til henn- ar.) Hana, hafðu það þá. Ég vil ekki sjá tyggjó frá stelpu. KÓNGSDÓTTIR (Tekur upp tyggi- VORIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.