Vorið - 01.03.1963, Page 45

Vorið - 01.03.1963, Page 45
HERFORINGINN: Til þess að ná í mann fyrir kóngsdótturina. KÓNGSDÓTTIR: En ég get vel gifzt einhverjum ykkar. HERMENNIRNIR (Allir í einu): Ekki mér, ekki mér, ég vil ekki giftast stelpu. KÓNGSDÓTTIR: Ég er engin stelpa, ég er kóngsdóttir. KÓNGUR: Ég skipa ykkur að giftast dóttur minni. HERFORINGI: Það er konungleg skip- un. Þá verðum við að hlýða. 1. HERMAÐUR: Við viljum heldur fara í stríð. 2. HERMAÐUR: Ekki getur hún gifst okkur öllum. KÓNGSDÓTTIR (Við herforingjann): Ég ætla að giftast þér. HERFORINGINN (Fýlulega): Hvers vegna endilega mér. Geturðu ekki tekið einhvern af hinum? KÓNGSDÓTTIR (Tekur upp tyggi- gúmmí): Sérðu. HERFORINGINN: Nei, áttu tyggjó. Þá er ég tilbúinn að giftast kóngsdóttur- inni. HERMENNIRNIR (Allir í einu): Ég líka, ég líka. HERFORINGINN: Þögn, ekkert múður í hernum. KÓNGUR: Hvar hefurðu náð í þetta, stelpa? Hefurðu komizl í ríkiskass- ann, eða hvað. KÓNGSDÓTTIR: (Réttir herforingjan- um tyggigúmmíið.) Hérna, nú máttu kyssa á hönd mína. HERFORINGINN: Æi, þarf ég þess. KÓNGSDÓTTIll: Já, já. Það er svo fínt. HERFORINGINN: Jæja þá. (Kyssir snöggt á hönd henni) Er þetta ekki nóg? KÓNGSDÓTTIR: Jú, svona í bili. En nú skulum við syngja eitthvað. Það er svo hátíðlegt. HERFORINGINN: Ég kann Óla Skans. 1. HERMAÐUR: Ég kann Göngum við í kringum. 2. HERMAÐUR: Ég kann Allir krakkar. 3. HERMAÐUR: Ég kann Gamla Nóa. 4. HERMAÐUR: Og ég kann ViljiÖ heyra. KÓNGUR: Þetta er fínt. Þá skulum við syngja Óla Skans (Kóngur slær takt- inn og þeir syngja af miklum krafti.) KÓNGSDÓTTIR (Þegar söngnum er lokið. Leggur hendi á hjartað, eða sem næst því.) Ó, þetta er yndislegt. HIRÐMEY: Já, alveg dásamlegt. KÓNGSDÓTTIR (Kemur með brúðu. Réttir berforingjanum): Hérna, taktu nú við barninu okkar, og vertu góður við það. HERMENNIRNIR: Hí, liann leikur sér að brúðu, eins og stelpa. HERFORINGINN: (Kastar brúðunni í gólfið.) KÓNGUR: Hvað er þetta? Dirfistu — HERFORINGINN: Herinn hefur gert uppreisn, herra konungur. KÓNGUR: Jæja, út með ykkur þá. HERFORINGINN: Hermenn, út, áfram gakk. 1, 2. Kveðjiö. (Hermennirnir ganga út, herforinginn síðastur.) KÓNGSDÓTTIR: Komdu með tyggjóið, fyrst þú ætlar að svíkja mig. HERFORINGINN (Kastar því til henn- ar.) Hana, hafðu það þá. Ég vil ekki sjá tyggjó frá stelpu. KÓNGSDÓTTIR (Tekur upp tyggi- VORIÐ 41

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.