Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 6

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 6
vera þannig útlítandi og ætla að fara á berjamó með kvenfólki, og það á sunnu- degi. En Stellu batnaði í handleggnum — hamingjunni sé lof — og mér í nefinu, svona nokkurn veginn, og sunnudagur- inn kom, bjartur og brosandi. Við vor- um snemma á fótum þann morgun, og Guðríður sagði, að nú gætu skötuhjúin vaknað. „En ekki hefðuð þið farið fet, ef ég hefði ráðið,“ nöldraði hún í við- bót. En Gudda réð ekki, sem betur fór, og við sögðum „bless“ og lögðum af stað með berjaílát og nesti. Gudda mátti svei mér eiga sig með allt sitt raus og kerl- inganöldur, já, ég held nú það. „Ætlið þið að skilja mig eftir?“ kall- aði Stella. Hún var á Rauð gamla og var að dragast aftur úr. Þura var vel ríðandi, og bar hana ört yfir að vanda. Við stöðvuðum hestana og biðum. „Reyndu að mjakast úr sporunum. Þetta er engin ánamaðkalest,“ sagði Þura. Hún var því vönust að láta stíga. Stella kastaði hnakka. „En sú frekja,“ sagði hún. Svona hófst ferðalagið. Og byrjunin var hreint ekki góð. En það lagaðist allt, þegar við komum í Bollana. Ilmurinn úr grasinu var sem áfengur, og alls staðar voru berin. Þeldökk, gljáandi krækiber hjúfruðu sig ofboð notalega í sígræn- um lynggreinunum og horfðu þögul, en alvarleg móti sólinni. Bláberin héngu í klösum og gægðust fjarska gætilega út á milli laufblaðanna, og þau voru svo feimin og fín með sig, að það var varla hægt að snerta þau, án þess að sæi á smágerða, ljósbláa feldinum þeirra. Og svo voru það hrútaberin. Þau voru mest í kjarri klæddri brekkunni upp undan Bollunum. Þar glóðu þau í sólskininu, fagurrauð og girnileg eins og eplin á skilningstrénu í upphafi alls, sem var. Við stigum af baki og heftum hestana. „En hvað hér er yndislegt,“ hrópaði Stella, og augun í henni ljómuðu. Þessu var engu svarað. Eg var þegar með full- an munninn af bláberjum og því löglega afsakaður, en Þura var þotin eitthvað að leita að beztu berjalautunum. Sjálf- sagt vorum við þó hjartanlega á sama máli. Það var ekki lengi gert að fylla berjaílátin, öll nema eitt, sem sé mag- ann. En maginn í börnunum er þannig, að því meira sem látið er í hann af berj- um, því ákafar æpir hann og betlar, alltaf meira, enn meiri ber, eða þannig var hann nú, maginn í okkur, að minnsta kosti. Það var varla meira en miður dagur. Við stóðum í brekkunni þar sem kjarrið var, og ég held, að við höfum verið farin að letjast við að tína. Þótt það sé gaman að tína ber í góðu veðri, getur það samt orðið þreytandi, þegar til lengdar lætur. Ég leit upp og sá, að Þura var hætt að tína og horfði upp eftir fjallinu. Ég hætti nú líka og fór að líta dálítið kring- um mig. Héðan sást vel yfir sveitina. Þarna lágu bæirnir meðfram hlíðinni og túnin, sem nýsprottin háin var enn einu sinni búin að lita flosgræn. Þau teygðu úr sér og sýndust slétt í fjarlægðinni eins og nýstrokið klæði. Og áin. Hún leið mjúklega milli bakkanna, fór sums staðar hægt og bjó til hylji, svo 52 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.