Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 10

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 10
„Þið' eigið ekki að líta til baka, ekki niður fyrir þverhnípið," kallaði Þura. „Ekki líta til baka, ekki niður fyrir þverhnípið,“ söng og suðaði innan í mér, og líklega hefur það bitið sig þar fast, því að það hefur oft sungið þar síðan. Samt gat ég ekki að því gert, að gjóta augunum annað veifið niður fyrir brúnina. En mér óx kjarkur við áreynsluna, og loks var ég kominn alla leið og greip báðum höndum í grastóna, sem þær sátu á, Stella og Þura. Það reyndist rétt, sem Þura hafði sagt. Klettarnir voru ekki mjög torgengir úr þessu, og brátt stóðum við uppi á efstu brúninni. Við urðum að standa við snöggvast. Hér var svo frjálst, og hér varð maður svo léttur. Langt undir fót- um okkar lá dalurinn — flatneskjan og bauð faðminn. Hér var svo margt að sjá. Fjöllin, slegin silfurvír freyðandi fjalla- lækja hér og þar, sólmistraða tinda og sindrandi jökulbungur gnæfandi v.ið blá- an, lognkyrran himin. Yzt í norðrinu var grár og meinleysislegur þokuhnoðri, en bak við okkur á Hnjúknum stóð kastal- inn, einkennileg og há klettaborg, og þar var gullkistan, efst á toppinum. En hvað hann var hár og brattur. Hann, sem sýndist bara dálítil þústa heiman að. V,ið gengum allt í kringum hann, horfðum, fórum hægt og vorum lengi. „Þarna er hún! Ég sá hana!“ hrópaði Þura, svo lagaði hún skóinn sinn og fór að klífa. Hún tyllti tánum á stallana og fetaði sig hægt upp snarbrattan hamar- inn. Við horfum á hana og skynjuðum, hvernig líkams- og sálarorka samstillt- ist í eitt. í það eitt að komast á tindinn, ná markinu. „Komdu, Þura, þú dettur og meiðir þig,“ sagði Stella. Komdu, Þura, þú dettur og drepur þig,“ sagði ég. En Þura kom ekki. Hún var þrá eins og norðanátt í vorharðindum og ósveigj- anleg eins og bjargið, sem brestur held- ur en að beygja sig. Norðanstormurinn kom langt norðan úr ísafi. Hann var orðinn Ieiður á kuld- anum og ísnum og langaði til að verma sig ögn á sólskyggðum tindum og lauf- skrýddum hlíðum í suðrinu. En hann var ekki einn. Fylgikonan hans, þokan, sem þekkti hann svo vel og var alls ekki sama um hann, var með honum. Henni þótti vissara að líta eftir því, sem gerðist í þessum rósfögru dölum þar í suðrinu. Við Stella sáum það bæði samtímis, að það var bara steinn með grábrúnum mosa á. Og Stella hrópaði: „V.ið skulum fara heim, þetta er bara steinn með grábrúnum mosa á. Mér er orðið kalt, og þokan er að koma. Ég er svo hrædd.“ „Ertu vitlaus Þura? Þetta er bara steinn með grábrúnum mosa á,“ kall- aði ég. En það vildi Þura ékki láta sér skilj- ast. „Víst er það gullkista. Ég sá hana sjálf. Bara að ég hefði streng til að styðja mig við,“ heyrðist þrjózkulega frá henni ofan úr hamrinum. En hún hafði engan streng að styðja sig við, og hvort það var nú gullkista eða bara steinn með grábrúnum mosa á, 56 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.