Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 46

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 46
ÁHRIF TÓBAKS Á BÖRNIN Þar eð nikotinið herpir saman slag- æðarnar, verkar það einnig á æðar legs- ins og dregur þær saman, svo að næring fóstursins minnkar. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar á afkvæmið, svo að það nær ekki þeim þroska, sem það gæti annars fengið í móðurkviði. Enn er órannsakað, hve mikinn skaða það getur gert barninu, ef móð.irin reyk- ir á meðan hún gengur með það, en býsna mikinn. T. d. geti börnin orðið greindarminni, sljórri og frekar hætta á, að þau fæðist vansköpuð á einhvern hátt. Engin kona, sem vill eiga ejnilegt barn, œtti að reykja meðan liún gengur með það. HVERNIG GETA MENN VANIB SIG AF REYKINGUM? Þeir, sem reykt hafa árum saman og reykja mikið, eiga oft erfitt með að venja sig af þeim sið. Erfiðast virðist það vera fyrir þá, sem reykja mikið af sígaretlum, að venja sig af þeim, eink- um konur, sem reykja ofan í lungun. En sú tóbaksnautn er hættulegust og því mest aðkallandi fyrir slíkt fólk að hætta að reykja. Yfirleitt er það tilgangslaust að segja þeim, sem mikið reykir, að minnka við sig reykingarnar, fara t. d. úr einum pakka í hálfan pakka á dag. Með því móti kveljast menn stöðugt, því að þá langar alltaf í jafnmargar sígarettur og þeir eru vanir að reykja. Það er hœgara og áhrifaríkara að hœtta alveg. Það er margreynt, að sjúklingar, sem þola ekki að reykja, taka miklu meira mark á þeim lækni, sem hannar þeim algjörlega að reykja, en á hinum, sem ræður þeim til að minnka við sig reykingarnar. Sumum finnst í svo mikið ráðizt að hætta að reykja, að þair treysta sér alls ekki til þess. Þeir þykjast vita það fyrir fram, að þeir verði svo ómögulegir og illa lyntir, ef þeir fá enga sígarettu, að hvorki þeir né aðrir geti haldið það út. Slíku fólki má oft hjálpa með því að gefa því 2—3 töflur af amfetamíni fyrstu vikuna meðan það er að komast yfir verstu erfiðleikana. Amfetamin hækkar blóðþrýstinginn, svo að manninum líður betur, og segja margir, sem þetta hafa reynt, að það liafi hjálpað þeim algjörlega til að kom- ast yfir versta kaflann. Enginn ætti samt að gefa meira amfetamín en svo, að hann taki tvær töflur á dag í tvær vikur. Annars geta menn vanizt á það, og tekur þá ekki betra við. En ef amfetamín er skynsamlega not- að getur það orðið að miklu gagni við að venja menn af reykingum. Ollum, sem hafa reykt mikið og síðan hætt því, kemur saman um, að þeim líði miklu betur, eftir að þeir eru hættir. Þeir verða hreinir í hálsi og lungum. Þeir losna við sífellda ertingu, sem þeir hafa í hálsi, og þeir verða þrekmeiri til vinnu. Þeir sjá fyrst, eftir að þeir eru hættir, hve mikinn skaða tóbakið hefur gert þeim, ekki aðeins fjárhagslega, heldur einnig heilsu þeirra og vinnuþreki. RÁÐNING Á GÁTU Á BLS. 80. Silfur. 92 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.