Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 35

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 35
kRISTJÁN INGÓLFSSON: „GLERRASSINN" LEIKÞÁTTUR í 5 ATRIÐUM 1. ATRIBI. (Hásætissalur í höllinni. Kóngurinn gengur um gólf og borðar rúsínur úr silfurskál. Dreki ríkisráð fylgir í hum- átt á eftir honum.) KÓNGUR: Fara í stríð eða fara ekki í stríð. Á ég að fara í stríð eða ekki? Ha? HREKI: Hvað sýnist yðar hágöfgi? KÓNGUR: Það má svo sem bíða þar til eftir helgi að taka ákvörðun um það. Er herinn alveg atvinnulaus eða hvað? DREKI: Það er annað verra, yðar há- velborinheit. Mér segir svo hugur um, að langt sé ekki að bíða þeirrar stund- ar, að Blálendingar ráðist á okkur. Eg hef jafnvel nokkuð Ijósan grun um, að þeir menn séu til hér við hirð- ma, sem séu njósnarar Blálendinga- kóngs og hreinustu svikarar við yðar velborinheit. KÓNGUR: Ja, svo er það vissulega? (Gengur út að glugganum, horfir út. Tekur snöggt bakfall.) — Er það sem mér sýnist. Hver er það nema hesta- strákurinn, sem þarna stendur og kyssir sjálfa kóngsdótturina? (Mjög reiður.) ÓREKI: (Tyllir sér á tá og horfir út yfir óxl konungs): Jú, mikið rétt, hver annar, einmitt hann. Sjálfsagt er hann eitthvað á snærum Blika Blálendinga- konungs. KÓNGUR (yfir sig reiður): Það verður að kalla herinn til vopna strax — (öskrar) — strax — skilurðu ekki maður — og láta handtaka þennan svikara. DREKI (slær saman hælunum): Svo skal gert, yðar hátign. (Þýtur burt). (Kóngurinn æðir fram og aftur um salinn, þar til hann sezt í hásætið. Þrír hermenn koma inn með Tóta hesta- strák, bundinn í bak og fyrdr.) KÓNGUR: Þar komið þið með þrjót- inn. (Stendur upp reiður mjög.) Af hverju varstu að kyssa hana dóttur mína, skálkurinn þinn? TÓTI: Það gerði ég, af því að mig lang- aði til þess, yðar hátign. KÓNGUR: Svo, og svo ertu líka ófor- skammaður, karlinn. Þú skalt nú ekki komast upp með slíkt. Svo framarlega, sem nokkur spotti finnst hér í ríkinu, skaltu hengdur á hæsta gálga. Burtu með hann piltar, beint í dýflissuna. Burt. TÓTI (Alls ekkert óttasleginn á að líta): Já, bara á hæsta gálga. Ekkert annað. Það er engin smávirðing, sem kóngur- VORIÐ 81

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.