Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 49

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 49
ast í rjóðu kinnunum elsku barnsins míns, þegar það, endurnært af svefnin- nni, opnar augun og brosir við mér með öllum sínum kærleika.“ „Fögur er sú rós, en til er önnur fegurri,“ sagði vitringurinn. 5Já miklu fegurri,“ sagði ein af kon- unum. >Æg hef séð hana, ég hef séð hana. Æðri og helgari rós er hvergi til. En Fún var bleik að lit eins og blöð terós- arinnar. Ég sá hana á kinnum drottning- arinnar. Hún hafði lagt af sér ríkiskór- ónuna og gekk sjálf sorgbitin með barn- sitt sjúka alla liðlanga nóttina, grét yfir því, kyssti það og bað til guðs fyrir Pví, eins og móðir á angistarstundu get- Ur framast beðið.“ ;)Heilög og undursamleg er hún hin hvíta rós sorgarinnar í ölluin sínum luætti, en þó er það ekki hún.“ j>Nei, fegurstu rós heimsins sá ég frammi fyrir altari Drottins,“ mælti Fiskupinn, guðhræddur og æruverður °ldungur. „Ég sá hana í ljóma, og var þá sem maður sæi engilsandlit. Yngis- meyjarnar gengu að guðs borði og endurnýjuðu skírnarsáttmála sinn. Þar stóð ein þeirra. Ifún horfði með öllum ^reinleika og kærleika sálar sinnar upp til Guðs. Sú rós lýsti hinum hreinasta °8 æðsta kærleika.“ »Blessuð sé hún,“ sagði vitringurinn, »en enginn ykkar hefur ennþá nefnt feg- ustu rós heimsins.“ Þá kom barn inn í stofuna, korn- Uugur sonur drottningarinnar. Tárin stóðu í auguin lians, og kinnar hans v°ru votar. Hann bar stóra bók opna í flauelsbandi og með silfurspennslum. „Móðir mín,“ sagði litli drengurinn. „Heyrðu n.ú, hvað ég hef lesið.“ Og barnið settist hjá rúminu og las í bók- ,inni um hann, sem gaf sig sjálfan í dauðann á krossinum til að frelsa mann- kynið — jafnvel óbornar kynslóðir. Meiri kærleikur er ekki til. Þá færðist rósrauður roðablær yfir kinnar drottningarinnar, augu hennar urðu stór og björt, því að upp frá blöð- um bókarinnar sá hún lyftast hina feg- urstu rós heimsins, ímynd þeirrar, sem upp spratt af blóði Krists á krossinum. „Ég sé hana,“ sagði hún. „Sá deyr aldrei, sem þá rós lílur augum, fegurstu rósina á jarðríki.“ Steingrímur Thorsteinsson þýddi. BRÉFASKIPTI Óskum eftir bréfaskiptum við jafnaldra ein- hvers staðar á landinu. Æskilegur aldur penna- vina tilfærður í svigum. 1. Sigurbjörg S. Sveinsdóttir (13—15) Vestur- götu 115B, Akranesi. 2. Stefanía M. Aradóttir (12—13), Þiljuvöll- um 28, Neskaupstað. 3. Ragnlieiður Gunnarsdóttir (10—12), Ytri- Ásum, Skaftártungu, V.-Skaft. 4. Hörður Jónsson (12—14). Mynd fylgi. Stóru-Ávík, Strandasýslu. — Mig vantar lítinn spegil, sagði Sverrir, þegar liann kom inn í búðina. — Er það vasaspegill, sem þú vilt fá, spurði húðarmaðurinn. — Nei, það á að vera spegill með andlits- mynd. X -—Þú mátt aldrei nota linífinn með vinstri hendi. — Hvernig á ég þá að skera af mér negl- urnar á hægri liendi? VORIÐ 95

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.