Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 8

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 8
margt. Hann hefur ætlað að leika sér að þeim eftir dauðann, segir Geiri.“ Nú varð þögn um stund. Án þess ég vissi af, var ég farinn að horfa upp á Hnjúkinn. „Heldurðu, að hann sé þar enn, bónd- inn, sem átti peningana?“ spurði Stella. Hingað til hafði ég ekkert lagt til mál- anna, en nú varð ég sem karlmaður að láta til mín heyra. „Bull,“ sagði ég. „Draugar eru ekki á ferð í sólskini. Svo er svo langt síðan.“ Þetta var svo skynsamleg athugasemd, að frekari skýringa var ekki þörf. Stella hneigði höfuðið samþykkjandi, svo varð þögn. 011 hugsuðum við það sama, um gullið og um bóndann, drauginn, því að draugur hlaut það að vera, ef hann léki sér að peningum löngu eftir dauðann. Var það nú alveg víst, að liann væri of gamall, og draugar væru alls ekki á ferð í sólskini, til dæmis, ef það ætti að ræna þá fjársjóðnum? í huganum sá ég sjálf- an mig í stimpingum við drauginn út af gullkistunni. Ég hélt í annan endann á kistunni, en draugurinn í hinn. Það skein í hálffúnar, samanbitnar tennurnar, og í tómum augnatóttunum var einhver ógnþrungin, hálfkulnuð glóð. „Það er hægt að komast upp á fjallið. Ég veit um stað. Ég sá hann áðan.“ Nú var það Þura, sem talaði. Aftur varð þögn. „Getum við borið hana?“ sagði Stella lágt eins og við sjálfa sig. Þessu var ekki svarað, en nú störðum við hvort á annað og svo á fjallið, það var vaxandi glampi í augunum. Aftur heyrðist í Stellu, en það var eitthvert óskiljanlegt hljóð fyrst, og hún varð að ræskja sig og kyngja, svo komu orðin: „Eigum við að reyna það, fara upp og reyna það?“ sagði hún. Og ég fann það — fremur en sá, að okkur létti öll- um, þegar búið var að segja þetta mikil- væga orð. Mér varð litið á Þuru. „Ég veit það ekki. Hamingjan má v.ita. Þið eruð svo lítil,“ sagði hún og dæsti mæðulega. En nú var mér nóg boðið. Ég stóð upp. „Við förum bara,“ sagði ég og teygði úr mér. Það var þó eins gott, að það var einhver með, sem þorði að tala og ákveða. Já, barasta það. Og þar með var því slegið föstu, sem raunar hafði verið ákveðið frá upphafi þessa máls. Við fundum það nú öll, að við höfðum alltaf ætlað upp á fjallið. Það tók ekki langan tíma að súpa mjólkina og leggja af stað. Þura sagði, að það gerði ekkert til, þótt við styngj- um á okkur því, sem eftir var af brauð- inu. Nei, vitanlega gerði það ekkert til, svo var því troðið í buxnavasana mína. Ég var sá eini, sem hafði vasa. Léttstíg og fjaðurmögnuð fetuðum við upp geirana. Það var mjúkt undir fæti: gras og lyng, kjarr og mosi, svo tóku skriðurnar við, stórgrýttar lausagrjóts- skriður, þar sem hver einasti steinn var eins og hnífsegg, sem var reiðubúin að meiða mann, ef sérstakrar varúðar var ekki gætt. „Ó, mér er svo heitt,“ sagði Stella og lét peysuna falla aftur af hægri öxlinni, en um leið skreið lausagrjótið, svo að 54 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.