Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 48

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 48
FEGURSTA RÓS HEIMSINS EFTIR H. C. ANDERSEN Frá því er sagt, að einu sinni var voldug drottning. Hún átti fagran lysti- garð, og uxu í honum fegurstu blóm allra ársins tíða og frá öllum heimsins löndum. En það, sem hún hafði lang- mestar mætur á, voru rósirnar, og af þeim átti hún hinar sundurleitustu teg- undir, neðan frá villirósunum, sem spruttu í gerðinu úti með grænum eplis- angandi blöðum og upp að hinum feg- urstu úrvals rósum. Og þær uxu upp með múrveggjum hallarinnar, vöfðu sig um súlurnar og gluggakisturnar, inn í gangrúmin og upp meðfram loftum hall- arsalarins, og voru þær mjög marg- breytilegar að ilm, lit og lögun. En nú ríkti hér inni sorg og harmur. Drottning lá á sóttarsæng, og læknar töldu hana af. „Það er samt eitt, sem gæti bjargað henni,“ sagði sá á meðal þeirra, sem vitrastur var. „Færið henni fegurstu rós heimsins, þá rós, sem lýsir hinum æðsta og hrein- asta kærleika. Komi hún fyrir augu hennar, áður en þau bresta, þá deyr hún ekki.“ Og nú komu bæði ungir og gamlir hvaðanæva með rósir — hinar fegurstu sem blómguðust í hverjum jurtagarði. En það voru ekki þær rósir. Það varð að sækja blómin í jurtagarð kærleikans, en hver af rósunum þar var sú, er lýsti hin- um æðsta og hreinasta kærleika? Og skáldin kváðu um fegurstu rós heimsins, og sinn nefndi hverja. Og boð fóru víða um lönd, til hvers einasta hjarta, sem sló í kærleika. Það fóru boð til allra, hverrar stéttar eða á hvaða aldri sem voru. „Enginn hefur ennþá nefnt blómið,“ sagði vitringurinn. „Enginn hefur ennþá bent á staðinn, þar sem það spratt upp í dýrð sinni. Ekki eru það rósirnar frá kistu Rómeós og Júlíu eða frá gröf Val- borgar, þótt þær rósir muni alltaf ilma í söng og sögu. Það eru ekki rósirnar, sem spretta upp af hinum blóðugu benj- um Vinkelrids, upp af hinu helga blóði, sem bogar úr brjósti hetjunnar, er lætur lífið fyrir ættjörð sína þótt enginn dauði sé ljúfari og enginn rósrauðari en það blóð, sem þar rennur. Ekki heldur er það undrablómið, sem maðurinn ræktar og hirðir um, ár og dag út og fórnar fyrir fjöri og heilsu um langar andvöku- nætur í einslegum klefa — hin töfraríka rós vísindanna. „Ég veit hvar hún blómgast,“ sagði hamingjusöm móðir, sem kom með kornungt barn sitt að hvílu drottningar. „Ég veit, hvar fegurstu rós heimsins er að finna — þá rósina, sem lýsir hinum æðsta og hreinasta kærleika. Hún blómg- 94 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.