Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 38

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 38
DREKI (kemur): Já, yðar hátign. Hér er ég. KÓNGSDÓTTIR: Ætli færi nú ekki bezt á því að fara að orSum engilsins og sleppa Tóta. KÓNGUR (Við Dreka): Ég er kominn með glerrass. I guðs bænum láttu sleppa út hestastráknum. Nóg bölvun hefur af honum 'hlotizt. En hann verð- ur strax að fara burt úr höllinni. Ég vil ekki sjá hann framar. Það er bezt að ég fari sjálfur og tali við fanga- vörðinn og sjái um að orSum mínum verði hlýtt. (Gengur út). — Glerrass, guð minn góður. (Kóngsdóttir er eftir ■inni. Naggur laumast inn í salinn og til kóngsdóttur.) Ah, bærilega tókst það. Var ekki svo? KÓNGSDÓTTIR: Jú, þú ert nú gull- tunnu virði, Naggur minn. NAGGUR: Já, en nú er seinni orustan eftir, en ekkert að óttast. Við vinnum hana líka. E'kkert að óttast. T jaldið. 3. ATRIÐI. (Tjaldið er dregið frá. Sama leiksviÖ. Að tjaldabaki heyrist trumbusláttur, en síðan rödd, er segir): Hans náðugasta tign, konungur vor hefur látið þau boð út ganga, að hann hafi tekið áður óþekktan sjúkdóm, sem lýsir sér á þann hátt að rass hans hátign- ar er orðinn að gleri. Jafnframt óskar hans hátign eftir að auglýsa, að sérhver sá, er getur læknað konunginn af þess- um hræðilega sjúkdómi, hann fær ósk sína uppfyllta, að svo miklu leyti sem mannlegur máttur fær ráðið. Þetta til- kynnist hér með öllum landslýö. Aftur slegnar trumbur). T jaldið. 4. ATRIÐI. (Konungurinn stendur á miðju gólfi, þreytulegur. Dreki ríkisráð tvístígur þar, sömuleiðis Naggur.) DREKI: Lítill árangur enn, yðar hátign. Þó ekki öll von úti enn. KÓNGUR: Hún fer nú að verða lítil, vonin sú arna. NAGGUR: Ég á nú eftir að fá að spreyta mig. Ætli það verði ekki hirðfíflið, sem bjargar ástandinu. DREKI: Þegi þú, fífl. NAGGUR: Ég skal þegja. KÓNGUR: Ég er alveg að niöurlotum kominn, enda gat ég ekkert sofið í alla nótt. Ég varð að liggja á grúfu, og ég ætlaði alveg að kafna í koddan- um mínum. NAGGUR: Ljótt er að tarna. KÓNGURINN: Og í allan dag, hef ég ekki getað tyllt mér niður. NAGGUR: Nú. KÓNGURINN: Nú, segir þú. Rassinn úr gleri. Heldurðu, að mér sé eitthvaÖ um það gefiÖ að mola á mér sitjand- ann. Þú ert fífl. NAGGUR: Já, ég er hirðfífl yðar há- tignar. DREKI: Þegiðu, Naggur. (Hirðsiðameistari kemur inn. Hann slær staf sínum í gólfið). HIRÐSIÐAMEISTARINN: Óskar hans hátign eftir því, að númer 175 reyni lækningagetu sína, áður en gengið veröur til kvöldverðar? 84 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.