Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Vorið - 01.06.1966, Blaðsíða 9
hún féll og varð að bera fyrir sig hend- urnar. „Almáttugur!“ sagði hún og hélt áfram að renna undan brekkunni. „Svona, reyndu að standa upp,“ sagði Þura. „Þú átt ekki að leggja nafn Guðs yið hégóma.“ „Já, en þetta er enginn hégómi,“ sagði Stella, en samt stóð hún upp, og þannig þokuðumst við fet fyrir fet, oftast áfram, stundum líka aftur á bak, en meira þó áfram. Loks komumst við upp undir klettana. Klettabeltið í fjallinu var nokkuð hátt, en ekki mjög torgengt. í sól og sumar- klíðu eru klettar hreint ekki svo ægilegir, °g oft hafa þeir stórfenglega tign, já, jafnvel mjúka fegurð að geyma. Og nú var það hvíld og vellíðan að halla sér UPP að sólheitu berginu og láta líða úr limunum svolitla stund og líta yfir far- mn áfanga. En það mátti ekki vera lengi. Afram varð að halda, áfram upp á tind- lnn, þar sem hamingjan beið — auð- æfin, sem allir menn eru að leita í ein- hverri mynd frá vöggunni til grafar- innar. „Hérna verðum við að fara upp, upp þessa gjá, svo sylluna til vinstri, og það- an eru bara smástallar. Eg fer á undan, svo Stella, síðast fer þú, Jónsi. Þið verð- að fara gætilega, en vera ekki hrædd.“ svo mæltu vatt Þura sér áleiðis upp gjána. Gjáin var hreint ekki svo örðug. En llegar kom á skeiðina, fór gamanið að grána. 5,0, almáttugur! Ég er svo hrædd. Mig svimar,“ sagði Stella og þreif dauðahaldi í blússuna mína. Ég sagði ekkert, en þrýsti mér upp að berginu og fann, að það var að koma máttleysi í hnén og skj álftakippir í lær- in á mér. „Bull,“ sagði Þura og sneri sér við og gerði sig líklega til að sækja Stellu. „En það er svo hátt. Ó, ég dett! Mig svimar. Það er svo hátt,“ kj ökraði Stella og heyktist í ótal hlykkjum niður með klettinum. Ég skil ekki enn, hvernig stóð á því, að ég tók eftir því á þvílíkri stundu, að hún var ekkert falleg, hún Stella, þar sem hún stóð þarna afmynduð í fram- an, með líkamann í ótal, afkáralegum beygjum. Það var beygja um hnén, beygja um rassinn og margar fleiri beygjur. Ég skynjaði þetta allt sam- stundist án þess að hugsa og án þess að mér kæmi það nokkuð við. I rauninni kom mér ekkert við á þessari stundu annað en klettarnir og ég sjálfur. Ég var farinn að einblína niður fyrir hamr- ana, og mér fannst ég finna sjálfan mig kollsteypast og endastingast fram af þessu voðalega þverhnípi. Ég tók varla eftir því, þegar Þura kom og dró Stellu volandi með sér eftir skeiðinni. Það var fyrst, að ég rankaði við mér, þegar hún kallaði til mín heldur ómjúklega: „Ætlarðu ekki að koma, Jónsi, rag- geitin þín? Ja, hugsa sér, og þetta að vera karlmaður.“ Þá var það, að ég fann, að ég vildi heldur drepa mig en láta þessa stelpu frýja mér hugar, svona greypilega. Ég fór að þumlungast áfram og skreið, en hafði voðalegan læraskjálfta og líka ónot í brjóstinu. VORIÐ 55

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.