Vorið - 01.04.1972, Side 2

Vorið - 01.04.1972, Side 2
í hofanum við Nóanaust býr karl, sem heitir Jón, það kannast fáir við hann nema lítið eitt i sjón, því Jón er ómannblendinn og forðast mannamót, og munuðar- og sœllífið hann girnist ekki hót. Þó köld og dimm sé stofan hans og komi fáir þar, hann kann samt betur við þann stað en lánahallirnar, og meðan fjöldinn skuldaklafa hengir sér um háls í hrófi sínu unir hann sér konunglega frjáls. í fjörunni við Nóanaust er fiskibátur hans, það fley er heillatœki þessa gamla róðramanns, sá haförn hefur ýmsum kröggum oft úr vegi rutt og árum saman þjóðarbúið dyggilega stutt. Um sólarupprás litla bátinn setur Jón á flot, af seglunum hann flestum betur þykir hafa not, hann siglir út á hafsins djúp og sœkir þangað björg, og sóknin hans um dgaana er orðin harla mörg. Menn furðar oft á aflasœld hans Jóns við Nóanaust, hve nóinn hans í ýmsum róðrum fram úr öðrum skauzt, því iðulega vœnan fislc með aflahneif hann dró cr aðrir reru % land án þess að krœkj bein úr sjó. IJann þykir nokkuð gamalclags hann Jón við Nóanaust, en nútímanum dylzt ei það hve allt hans líf er traust, , hann er einn þeirra manna, sem ei vamm sitt vita má og vill ei skulda neitt en hjálpa þegar reynir á . Á helgum dögum postilurnar hann við gluggann les, þœr huggun Jóni veittu þegar kaldast móti blés, og trú þótt ýmsir glati og tízku elti þeir, í trú á Allífsskaparann hann lifir og hann deyr. Ólafur Björgvin Olafsson. VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.