Vorið - 01.04.1972, Síða 23

Vorið - 01.04.1972, Síða 23
Nokkrum gatnamótum frá lieimili sínu gekk hann út á grasbala, sem var fyrir framan sjúkraiiús, og gekk rakleitt að glugga, sem var á matsal hjúkrunarkvenn- anna. Þegar þangað var komið, tók hann undir sig stökk upp á gluggasilluna. Þar sat hann svo næstu tvær klukkustundirn- ar og fylgdist heillaður með því, sem fram fór í matsalnum, en þar spiluðu nokkrar konur bingó. Konur þessar voru vanar að spila bingó á mánudagskvöldum, en ekki önnur kvöld vikunnar. Það var öruggt að Willy fór ekki í þessar ferðir til að fá matarbita í verðlaunaskyni, því aldrei var neinu slíku til að dreifa. Einnig var það vitað, að hann fór ekki í þessar ferðir til að kom- ast í félagsskap aiinarra katta, því hann var undantekningarlaust eini kötturinn sem var þarna viðstaddur. Auðsjáanlega þótti honum gaman að fylgjast með bíngóinu, og sjá svo konurnar spretta upp og hrópa upp yfir sig, þegar einliver þeirra fékk bingó. Þegar konurnar hættu að spila, fór Willy alltaf beinustu leið heim aftur. Hvernig gat Willy vitað, ekki einungis hvenær það var mánudagur, heldur einn- ig þegar klukkuna vantaði fimmtán mín- útur í átta? Það veit enginn. Verið getur að Willy hafi stuðzt við einhverjar end- urminningar eða vísbendingar, en þó er annað sem styður þá tilgátu, að liann hafi haft einhverja meðfædda tímaskynj- un, vegna þess að hann kom alltaf til morgunverðar klukkan tíu mínútur yfir átta á hverjum morgni. Auðsjáanlega vissi hann að eigandi lians fór til vinnu sinn- ar um það bil fimm mínútum síðar. Eftir þessu að dæma, virtist Willy hafa gaman af að fylgjast með viðbrögðum manna, t. d. kvennanna, þegar þær fengu bingó. Samt sem áður var Willy ekkert sérstaklega vinalegur. Ilonum þótti að vísu notalegt að láta strjúka sér og klappa, en hann sóttist ekkert sérstaklega eftir því. Segja má að Willv hafi verið dæmi- gerður köttur, sem fór sinna eigin ferða. En nú skulum við heyra um annan kött, sem þvert á móti var ekki eins og aðrir kettir, eins og við eigum að venjast þeim. Wendell hét hann. Iíann virtist í raun- inni dást mjög að eiganda sínum, og gerði ýmislegt til að vekja athygli hans á sér, og fá hrósyrði. Á hverri nóttu stundaði Wendell músa- og moldvörpuveiði af miklu kappi. Þegar eigandi hans opnaði bakdyrnar á morgn- ana, stóð Wendell þar, mjög hróðugur að sjá, og í kringum hann lá næturveiðin, bæði mýs og moldvörpur. Iíann virtist ekki kæra sig um að éta veiðibráðina. Ilann veiddi dýrin einungis til að sækjast eftir viðurkenningu og stæra sig af. Hann vildi sýnast nokkuð í augum eiganda síns. í þessu tilliti var Wendell í hæsta máta óvenjulegur köttur. Sú staðreynd, að hann var eini kötturinn í liúsinu, þar sem einnig var hundur, getur verið ástæðan fyrir því að hann sóttist meira eftir við- urkenningu, heldur en venjulegt er með ketti. Og látum við staðar numið í þetta sinn. 23 VoRIÐ

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.