Vorið - 01.04.1972, Page 26
urram. Hægt og reikandi í spori nálgaðist
hann drengina tvo. Henry rak nú upp
hátt vein. Hann var utan við sig af
hræðslu, en Johan tókst að halda stillingu
sinni — honum hafði komið dálítið til
hugar, og hann ákvað að framkvæma það
með gætni. — Grammófónninn stóð ör-
skammt frá. Hægt og rólega opnaði hann
fóninn og setti plötu á hann.
Fyrirvaralaust kvað við reiðilegt urr
í hlébarða. Górillan hrökk í kút við þetta
hljóð. Ilún þekkti mætavel versta óvin
allra apa, þennan svartflekkótta morð-
varg, sem ekki hopaði undan neinu öðru
en allra stærstu og sterkustu górillum.
Þetta risavaxna kattarkvikindi klifraði
og hljóp rösklegar en nokkurt annað dýr,
og smávaxnir apar óttuðust það meira en
nokkuð annað.
Górillan skimaði nú og reyndi að koma
auga á óvininn, en sá hann livergi. Auð-
sjáanlega hafði lævís kötturinn falið sig
einhvers staðar til að stökkva þaðan á
hráðina. Platan snerist — og liljómaði
nákvæmlega eins og hlébarði í vígahug.
Þá kvað við hálf niðurbælt öskur, og ap-
inn skauzt út í horn — sem lengst í burt
frá hlébarðavælinu.
Afram hélt platan að snúast og rymja.
Bn skyndilega heyrðist fótatak frammi í
anddyrinu, og hr. Velden og dr. Stove
gengu inn í stofuna. Rafmagnsljósið
skein fyrirvaralaust framan í skelfdan
apann, sem þrýsti sér upp í stofuhornið.
Hann var nær dauða en lífi af hræðslu.
Aður en mennirnir gætu nokkuð að gert,
spratt hann upp og stökk út að gluggan-
um. Brothljóð rúðunnar kvað við um
leið og apinn hljóp út fyrir og hélt sem
hraðast inn í skóginn. Þegar þangað var
komið, var ógjörningur að elta hann.
Drengirnir skriðu nú fram og sögðu
***********+****************>***
frá því, sem fyrir hafði komið.
— Það voru mörg þúsund krónur, scm
þarna hlupu út í skóg, mælti hr. Veldeu
og stundi. — En hvað um það, þetta
hefði getað farið verr.
— Vissulega, sagði dr. Stovo. — 0g
það var fyrirtaks hugmynd, sem Johan
fékk, þegar hann setti hlébarðaplötuna á.
Má vera, að platan hafi beinlínis bjargað
lífi drengjanna.
— Já, sagði hr. Velden. — Líf drengj-
anna er dýrmætast alls. Það skiptir engu,
hvort ég hef einum apa fleira eða færra-
Górillugreyið liefur sjálfsagt ekki kunn-
að við sig svona innilokuð. Ilún þrán’
stóra skóginn sinn.
26
VoRlP