Vorið - 01.04.1972, Síða 27

Vorið - 01.04.1972, Síða 27
Grant skipstjóri og börn hans HANNES J. MAGNÚSSON ijýddi 8BYTJÁNDI KAPlTULI Nýjar hættur. Tveim dögum eftir ]>etta samtal var liinu kyrrláta lífi vina vorra skyndilega snúið upp í alvöru og áhyggjur. Fram að þessum tíma liafði ferðin gengið að óskum. Yindur liafði verið hagstæður, og allt hafði gengið eftir áætlun. En nú hafði skyndi- lega lygnt, svo að seglin liéngu niður, og glöggir sjómenn ganga ekki að því gruflandi, að eftir slíka kyrrð kemur oftast óveður. Um kvöldið stóðu þeir Glenvan og skipstjór- inn á stjórnpalli og töluðust við. „Mér geðjast ekki að þessu logni,“ mælti John. „Helduröu, að óveður sé í nánd?“ spurði greifinn. „Já, ég óttast það, en við skulum ekki hafa orð á því við konurnar. Loftvogin hefur íallið mikið upp á síðkastið, og það væri ekkert skemmtilegt að fá á sig storm liér á þessum slóðum, því að sagt er, að hér komi oft hin ægi- legustu fárviðri.“ „Það er hótin, að „Duncan11 er gott skip, og það er óliætt að treysta skipstjóranum. Ég er hverg'i smeykur, þegar þú stýrir skipi mínu.“ Það lék bros um varir skistjórans við þessi orð. „Eg þakka fyrir traust þitt, Bðvarð. Ég skal reyna að verðskulda það. En við erum aðeins veikir og vanmáttugir menn í hinni máttugu hendi guðs.“ Himinninn var enn lieiðríkur, on loftvog skips- ins boðaði óveður. John vakti alla nóttina á stjórnpalli. Um klukkan 11 fór að draga skýjaþykkni upp á suð- Urloftið, og skipstjórinn skipaði mönnum sín- Um og snarpur vindþytur gaf skipverjum til Skömmu síðar komu fyrstu vindkviðurnar. Brak og brestir í rám og reiða, marr í köðl- um og snarpur vindþytur gaf skipv erjum til hynna, hvað í vændum væri. Þegar gengið hafði verið til náða fyrir nokkrum klukkustundum, hafði verið heiðskírt veður, en nú sigldu illúð- legir skýjaflotar um himinhvolfið og boðuðu ó- frið. „Er óveðrið að skella áí“ sj)urði Glenvan. „Ekki ennþá, en þess verður ekki langt að bíða,“ mælti skipstjórinn. „Nú er bezt, að allir gangi til náða. Ég kalla á ykkur, ef ég þarf á hjálp yltkar að halda.“ Karlmennirnir gengu niður í káetuna, en Jolm skipaði hásetunum að rifa seglin. Öllum skipun- um lians var lilýtt. John stóð sjálfur á stjórnpalli eins og her- foringi á virkisvegg, og beindi kíki sinum út yfir úfinn hafflötinn. Hann vonaði, að veðrið lægði með morgninum, en vindurinn jókst um allan lielming. Um miðdagsleytið komu allir upp úr káetum sínum. Sjóveikin var farin að gera vart við sig. Þegar skipstjórinn varð farþeganna var uppi á þiljum, skundaði hann til þeirra og lagði ríka áherzlu á, að allir hyrfu til káeta sinna hið skjótasta, því að ekki væri hættulaust að vora ofanþilja í slíkum sjógangi. Vindþyturinn og brimgnýrinn var svo mikill, að konurnar lieyrðu ekki, hvað liann sagði. „Er liætta á ferðum?“ spurði Iielena. „Nei, nei, en þið megið ekki vera á þilfarinu í svona veðri.“ „Farðu niður, vina, farðu niður,“ kallaði Glenvan í gegnum allan gnýinn, og Helena og María létu að orðurn hans og gengu niður í káetu. Enn var nokkuð af seglunum follt eftir boði skipstjórans. Kolsvartur reykjarmökkur steig upp af reykháf skipsins, sem brauzt í gcgnum brim- löðrið eins og stynjandi ferlíki með braki og brestum. Farþegarnir liéldu sér dauðalialdi í borðstokkinn og gáfu gætur að baráttu skipsins við náttúruöflin. Uppi yfir skipiuu sveif mikil mergð býflugna, sem ekki spáðu neinu góðu. Slcyndilega heyrðist skerandi blístur, og mikill gufumökkur leið upp úr skipinu. Gufa þessi kom þó ekki eftir neinum venjulegum leiðum, lieldur VORIÐ 27

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.