Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1996, Qupperneq 22

Bjarmi - 01.06.1996, Qupperneq 22
UM VÍÐA VERÖLD KASAKHSTAN: ÞÝSKALAND: Kristilegur barnasími Biblían þýdd á 33 ný Ungt fólk snýr aftur tungumál til kirkjunnar í Alma Ata, höfuðborg Kasakhstan, hefur verið komið á fót bamasíma sem hefur fengið nafnið „Litli boðskapurinn". Pegar hringt er í síma- númerið fá bömin að heyra stutta frásögn með kristilegum boðskap. Það getur verið saga um börn, Guð og Jesú og hvaða gildi fagnaðar- erindið hefur haft fyrir önnur börn. Síminn hefur fengið góðar viðtökur og mörg börn notfæra sér að hringja. Ef hringt er innan borgarmarka er símtalið ókeypis svo að fátæk börn geta einnig nýtt sér símann. Mörg barn- anna hafa engin tækifæri til að komast á kristi- legar barnasamkomur eða guðsþjónustur. Eftir hverja sögu eru sögð nokkur persónuleg orð til barnanna og lesið biblíuvers. Markmiðið er að ná til barna frá heimilum sem ekki eru trúuð og vita lítið um hvað kristin trú er. ENGLAND: Lífsmark í ensku biskupakirkjunni Eftir stöðuga fækkun í ensku biskupakirkjunni sl. 30 ár vottar nú fyrir vexti á ný. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem hefur fengið nafnið „Lífsmark“. Þar kemur fram að nú sé unnið að stofnun fleiri safnaða en lagðir eru niður. Viku- legar þakkarfórnir í guðsþjónustum hafa aukíst um 20% á síðustu þrem árum. - Fleiri gefa nú hærri upphæðir en nokkru sinni í sögu kirkjunnar, segir biskupinn í Wakefield, Nigel McCullogh. Það er mat manna að eitt af því sem hefur snúið þróuninni við í ensku biskupakirkjunni sé svonefndur „boðunaráratugur“ sem hófst fyrir fimm árum og hefur safnaðaruppbyggingu sem aðalmarkmið. Eitt af því sem gert hefur verið er að senda prest og lofgjörðarhóp á milli landshluta til að fylla tómar kirkjur lífi. Flestir þeirra sem nú snúa aftur til kirkj- unnar er fólk á aldrinum 18-30 ára. Um það bil ein og hálf milljón Breta eru evangelísk- kristnir og er þriðjungur þeirra í ensku biskupa- kirkjunni. í skýrslu frá Sameinuðu Biblíufélögunum kem- ur fram að á árinu 1995 var Biblían þýdd á 33 ný tungumál. Það þýðir að 1. janúar sl. hafði Biblían í heild eða hlutar hennar verið þýdd á 2.123 tungumál. - Þýðing Biblíunnar á nýtt tungumál er eitt af því sem hefur hvað mest gildi fyrir kristna trú og útbreiðslu hennar. Aftur og aftur sjáum við hve áhrifin eru mikil fyrir starf kirkjunnar að hafa Bibiíuna á tungu fólksins, segir dr. Philip Stine í útgáfudeild Sameinuðu Biblíu félaganna. KÍNA: Nýr biblíuskóli Yfirvöld í bænum Xing-chun í fylkinu Shanxi í Kína hafa leyft að biblíuskóla verði komið á fót i bænum. Skólinn er lögskráður og því undir yfirráðum ríkisins. í júní í fyrra létu yfirvöld rífa hús biblíuskóla sem var nokkra tugi km frá nýja skólanum og var ekki skráður. Samkvæmt upplýsingum opinberra aðila verður kennt í sömu greinum í nýja skólanum og þeim sem lokað var en kennarar verða aðrir. Þrír úr hópi fyrri kennara voru teknir höndum í lok fyrra árs og skólastjórinn hefur verið i fangelsi frá því skólanum var lokað. Þeir sem fylgjast með málefnum kristninnar i Kína segja að kristnir menn hafa afar lítil tæki- færi til að fræðast í trúnni og er þess vegna verið að mennta kristna leiðtoga víða um landið í ólöglegum skólum. Samtök utan Kína, sem vilja hjálpa kristnum mönnum í landinu, leggja því mikla áherslu á fræðsluna. Kirkja í Tienjin í Kína. Þar sem fagnaðarerindið er boðað óbrenglað snýr ungt fólk sér til kirkjunnar i Þýskalandi. Eftir 40 ára andkristinn áróður í fyrrum Austur- Þýskalandi viðurkenna aðeins 31% af 16 miljón- um íbúa að þeir trúi á Guð. í öllu Þýskalandi taka aðeins 4% mótmælenda og innan við 20% kaþólskara þátt í vikulegum guðsþjónustum samkvæmt heimildum blaðsins Christianity Today. Samt eru merki vakningar meðal ungs fólks í landinu. í bænum Wetzlar norðan við Frank- furt hefur aðsókn að kristilegum unglinga- samkomum, sem haldnar eru hvert fimmtu- dagskvöld, aukist svo að það þurfti að flytja þær úr kirkjunni, þar sem þær voru upphaflega haldnar, í risastóra dómkirkju sem gnæfir yfir bænum. í Berlín, þar sem afhelgunin er hvað mest, frjálslynd guðfræði hefur ráðið ríkjum og flestar kirkjur standa tómar, er ein undan- tekning. Lútherska Maríukirkjan í Zehlendorf- hverfi er troðfull hvern sunnudag þegar prestur- inn Gottfried Martens predikar, en hann er einn játningatrúrra presta í borginni. Ungt fólk streymir i guðsþjónustur og gengur til altaris. í mars fjölgaði um 301 kirkjunni. Annað jákvætt merki er mikil þátttaka i Jesúgöngunni í Berlín fyrir ári síðan en þá tóku þátt 75.000 manns og í ár var einnig búist við fjölmenni. SVLSS: Tamílar taka trú Á undanfömum árum hafa margir Tamílar frá Sri Lanka, sem era flóttamenn í Sviss, snúið sér frá hindúasið til kristni. Frá því árið 1983 hafa orðið til tuttugu söfnuðir með 540 meðlimum. Þetta hófst með því að indverskur predikari og kristnir menn í Svíss hófu að aðstoða flótta- mennina og sýna þeim umhyggju. Nú era þeir sjálfir farnir að starfa á meðal samlanda sinna sem orðið hafa að flýja land vegna borgarastríðs og boða þeim trú af miklum krafti. 22

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.