Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 5
síðustu áratugum hejur prestum í sérþjónustu innan þjóðlárkj- unnar Jjölgað. Fangaprestur hef- ur verið starj'andi í tæpan aldarjjórðung. Núverandi Jangapreslur er sr. Hreinn Hákonarson. Bjarma lék forvitni á að fræðast nánar um starf þjóðkirkjunnar meðalfanga og mælti sér því mót við sr. Hrein á skrtfstofu hans í Kirkjuhúsinu. Fyrst er hann spurður hvaða erindi kirkj- an á ífangelsin. Hugmyndafræðin, eða öllu heldur guð- fræðin. að baki starfi kirkjunnar meðal fanga byggist á orðum Jesú: í fangelsi var ég og þér komuð til mín. En grunnurinn er víðfeðmari. Kærleiksþjónusta kirkjunn- ar er líka undirstaða. Þá er ég að tala um náungakærleika. Fólk sem er í fangelsi hefur unnið óhæfuverk gegn meðbræðr- um sínum, en kirkjan skilur það ekki eftir á köldum klaka. Þó að samfélagið dæmi það úr leik um stund lílur kirkjan svo á að henni beri að vitja þeirra í ijósi kær- leika Krists. Kirkjan afsakar elrki glæpi, en hún yfirgefur ekki glæpamarminn, vill eiga erindi \ið hann. Kirkjan vill boða fyr- irgefningu Guðs í Jesú Kristi og einnig koma siðaboðskap sínum á framfæri. Með siðaboðskap á ég ekki bara við reglur, heldur ábyrgð hvers manns, hvort sem menn eru edrú eða uppdópaðir. Sumir telja að ölvun eða önnur vima geti verið afsökun fyrir aibrotum. Ég held það geti verið skýring, ekki afsökun. Kirkjan hefur frá fyrstu líð rélt minni máttar hjálparhönd. Fangar eru minni- hlutahópur sem oft hefur búið við erfið- ar félagslegar aðstæður. Stór liluti hefur ekki hlotið venjulegt uppeldi, heldur verið sjálfala. Þeir eru ekki auðugir eða vel stæðir. í skýrslu Fangelsismála- stofnunar hefur komið fram að 90% þeirra sem frenija afbrot eru undir áhrifum vímuefna. í hverju felst starffangaprests? Samkvæint erindisbréfi fangaprests felst staríið í prestiegri þjónustu við þá sem í fangelsi sitja og þjónustu við aðstand- endur. Ég hef greint þetta í þrennt: í fyrsta lagi þjónustu við fanga - sál- gæslu, í öðru lagi þjónustu við aðstand- endur og í þriðja lagi helgihald í fangels- um. Helgihaldið getur verið formlegt með öllum eða bænastund með fanga inni á klefa. Fangar eru ósamstæður hópur og það er erfill að ná til hópsins. Það er mikilvægt að ná persónulegu sambandi við menn. Margt kemur fram i samtali manna sem fara að kynnast. Talið berst oft að trúmálum, kristindómi og sið- ferðilegum álitamálum. Sumir ræða af- brot sitt. aðrir ekki. Ég hef þá megin- reglu að spyrja ekki hvers vegna menn sitja inni. Afbrotið skiplir ekki höfuð- máli þegar maður er að kynnast við- komandi. Ég hef biblíulestur með þeim sem það vilja. Oft er erfitt að vera í hóp og því getur biblíulestur verið með einum fanga. Núna er lílill hópur í Kópavogi. Það stendur til að fara af stað með um- ræðuhóp. Það hefur verið nokkur ár í undirbúningi og nú er kornið út efni sem nefnist Opinn hringur. Fangar hafa oft litla menntun. Skólaganga hefur far- ið í vaskinn vegna vímuefna og aflirota- ferils. Hér er ekki á ferðinni itroðsla lieldur umræðugrunnur þar sem hver tekur þátt á sínum forsendum. Einnig gef ég út fréttabréf mánaðar- lega sem er afhent hveijum fanga. Sr. Hreinn Hákonarson, fangaprestur. Á skrifstofunni hér ræði ég viö að- standendur. Einnig iiitti ég rnenn sem hafa verið i fangelsi eða eru á leið í fangelsi og kviða vistinni þar. Hvemig erfangapresti tektð? Fangar eru almennt, rnjög jákvæðir og þægilegir. Þeir meta þessa þjónustu þó að þeir orði það ekki. Ef ég hef ekki komið til fanga um tíma þá segir liann næsl þegar ég hitti hann að hann hafi saknað þess. Ég reyni að kynna mig l'yrir öllum löngum.Oftast tekst að mynda samband en það er mismikið. Flestir fangar koma í móttökufangelsi á Skólavörðustíg. eru þar ákveðinn tíma og fara svo annað. Eg fer vikulega á Litla-Hraun, Skölavörðu- stíg og í Köpavog, einu sinni i mánuði á Kvíabryggju og á tveggja eða þriggja mánaða fresti til Akureyrar. Þjónusta kirkjunnar nýtur viðurkenn- ingar Fangelsismálastofnunar og lög- reglunnar. Fangar í einangrun hafa til dæinis aðgang að presti, lækni og lög- manni sínum. Er tríma aðjinna ífangelsunum? Fangar eru eins og gengur og gerist um fólk. Sumir hafa barnatrú, aðrir mótaðri trú, sumir eru trúlausir og aðrir í sér trúarsöfnuði. í fangelsi hafa menn meiri tíma til að hugsa og hugsa þá um líf sitt og tilveru. Flestir vilja kornasl út; úr því mynstri sem þeir eru í. Þá eru þeir skimandi eftir aðstoð. Aðstæður og þankagangur gera það að verkum að menn eru móttækilegri. Þetta er gott fólk inni við beinið en aðstæður hafa komið því í farveg sem það kemst illa upp úr, segir sr. Hreinn að lokum. Starf fangaprests er liður í kærleiks- þjónustu kirkjunnar r

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.