Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1999, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.12.1999, Qupperneq 10
Lecey lifði nokkra daga eftir bílslys. „Eitt skal ég segja þér sem er mjög mikilvægt og fæstir gera sér grein fyrir. Það sem Tracy þarf mest á að halda nú er VINUR. Eins og sakir standa eru lof- orð Guðs engin huggun. Setningar eins og: „Nú eru þau á betri stað,“ særa frek- ar en að hugga. Hún þarfnast mest ein- hvers til að taia við. Það er allt í lagi þó þú vitir ekki hvað þú átt að segja. í rauninni er best að segja sem minnst. Líklega vill hún sjálf tala um bömin sín. Ef þeim gekk vel í íþróttum vill hún e.t.v. tala um það. Ef þau vom söngelsk vill hún tala um það. Ef þú vilt hjálpa henni skaltu fyrst og fremst hlusta. Hún er kannski reið og mun þá láta það í ljós en það er eðlilegt. Kannski vill hún ræða eitthvað allt annað en um börnin, þá er það líka eðlilegt. En mikilvægast er að þú hlustir." Nú í morgun var ég að tala við eigin- konu prests sem missti son sinn úr al- næmi. Hún sagði mér hve margir hefðu komið til hennar með mat. „En ég þurfti miklu frekar á einhveijum að halda sem gat setið hjá mér og talað við mig á meðan ég borðaði matinn.“ En enginn settist niður með henni því enginn vissi hvað hann átti að segja við hana. í rauninni þurftu þau ekki að segja neitt sérstakt, aðeins að leyfa henni að leiða samræðumar. Sá sem hjálpaði mér mest þegar við misstum bömin okkar var kona sem ég þekkti aðeins lítilega. En hún vissi hve YO mikið ég þurfti á vini að halda því faðir hennar hafði svipt sig lífi. Hún reyndist mér því sá vinur sem ég þurfti til að tala við. Mér fannst ég geta sagt henni hvað sem er án þess að hún færi að dæma tilfinningar mínar. Stundum grétum við saman en stundum langaði mig ekki að velta mér upp úr þessum hlutum, held- ur að spjalla, hlæja og skemmta mér. Þá var hún líka til staðar. Við urðum bestu vinkonur. í upphafi þarftu ekki að vera svo náinn syrgjandanum, Guð getur notað þig til að hjálpa. Sýnin Varstu aldrei að því kominn að gefast upp? Tom: Jú, vissulega. Þegar hjartað náði aðeins 15% afköstum og ég var með fjölskyldunni, leið mér samt vel. Veikindin fóm í taugarnar á mér en í hjarta mér var gleði vegna þess að ég var sannfærður um að Guð myndi lækna mig. Þegar við svo misstum böm- in okkar breyttist það og mig langaði ekki að lifa lengur. Maður getur lifað þó hjartað starfi á lágmarksgetu en ef hjartað fyllist sorg verður lífslöngunin minni, jafnvel engin. Þess vegna sagðist Jesús vera kominn til að hugga sorg- bitna. Tveir þættir urðu til þess að ég ákvað að halda áfram. 1 Daginn sem ég fékk sýnina hafði ég sagt við Marifyn: „Mig langar mest að fara til Drottins.“ Viðbrögð hennar vom mjög ákveðin: „Þú mátt ekki yfir- gefa mig núna. Ég hef nú þegar misst of mikið. Rachel og ég þörfnumst þín!“ 2 Sýnin sjálf. Eftir samtal mitt við Marilyn þar sem ég sagði henni að mig langaði ekki að lifa lengur þurftu Rachel og hún að fara eitthvað út. Ég fór niður í stofu og settist í stólinn minn. Ég veit ekki hvort ég var vakandi og fékk sýn eða sofandi og dreymdi draum. Ég var mjög máttvana á þeim tíma og man einfaldlega ekki hvort var. Þar sem ég sat í stólnum birtist Jesús mér. Skyndilega sá ég Lacey dóttur mína við hægri hönd hans. Hann hélt um öxl hennar. Svo birtist sonur minn við vinstri hönd hans. Enginn sagði orð. Engu að síður var eins og sonur minn væri að tala við mig. Varir hans hreyfð- ust ekki en ég veit samt nákvæmlega hvað hann sagði. Hann sagði: „Pabbi, mannstu hvað þú sagðir alltaf við mig? Þú sagðir að ég ætti að ein- beita mér við hlutina. Hvort sem það var við heimalærdóminn, á reiðnám- skeiðinu eða í karatetímunum. Þú sagðir mér alltaf að einbeita mér og ljúka því sem ég var að gera. Trúir þú því sem þú sagðir okkur um eilíft líf? Trúir þú því sem gerðist á krossinum þegar Jesús dó fyrir þig? Ekki koma hingað líkamlega og andlega niður- brotinn. Þú hefur verk að vinna. Ein- beittu þér og ljúktu við verkefnið upp- réttur og sterkur!1' Þar hafði ég það. Þau hurfu mér sjón- um eins skyndilega og þau höfðu birst. Benamin fórst í bíislysi. Einn á móti milljón Tilfinningar mínar voru blendnar eftir sýnina. Ég var ekki viss hvort ég vildi lifa. Daginn eftir var sunnudagur og í kirkjunni þurfti að styðja mig til sætis. Þegar kom að lofgjörðarstund stóðu allir á fætur nema ég. Ég sat í sæti mínu og grét eins og ég hafði alltaf gert eftir slysið. En skyndilega talaði Drott- inn til mín, skýrt og greinilega. Hann sagði: „Ef þú stendur á fætur og veg- samar mig, mun ég lækna þig.“ Samt sat ég sem fastast í sætinu. Ég lyfti þó höndum og þakkaði Guði fyrir öll góðu

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.