Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 13
Þetta er mynd af fjölskyldunni í dag. Laufey Guðmundsdóttir, Jóhann Bjarnason, Bjarni Dagur Jóhannsson (tæpi. 2 ára) og Guðmundur Elí Jóhannsson (10 daga) okkur að skilja eigin tilfinningar. Við fengum ómetanlega aðstoð frá sr. Gísla Jónassyni sem einnig jarðsöng í bæði skiptin. Ljósmæðurnar sem tóku á móti börnunum og umgengust okkur mest voru yndislegar, þær útveguðu okkur lít- il föt á þau til að jarða þau í og bjuggu fallega um þau í kistumar og bentu okk- ur á útfararþjónustu. Einnig hafa þær samband enn þann dag í dag til að vita hvemig við höfum það. Útfararstjórinn tók ekkert fyrir sína þjónustu og gaf litlu kistumar. Allt þetta létti af okkur miklu umstangi og áhyggjum þannig að við fengum næði í sorgarferlinu. Góðir vinir reyndust okkur mjög vel, þeir heimsóttu okkur, báðu fyrir okkur og veittu okkur mikinn styrk. Okkur var boðið að fara 10 daga ferð til Flórída eftir að við misst- um seinna bamið okkar. Það getur verið hvíld í að skipta um umhverfi smá-tíma. Hvaða áhrif hajði sorgin á daglegt líf ykkar? Dagarnir voru langir og tilgangslausir. Tilfinningalífið var sveiilukennt, stund- um helltist yfir mann sorgin og hugsun- in um að við höfðum aldrei fengið tæki- færi til að kynnast börnunum okkar og annast þau öðruvísi en á meðgöngunni. Aðrar stundir var eins og allt væri í lagi og stundum fékk maður samviskubit yfir að líða ekki illa. Sinnuleysi, til- gangsleysi, reiði og fleira setti mark sitt á hugann. Maður gat aldrei treyst sjálf- um sér, eina stundina gat maður ein- beitt sér að einhverju öðru verkefni og gat jafnvel hugsað sér að fara til vinnu en skyndilega gat maður ekki hugsað um neitt annað en missinn og tilgangs- leysið. Fyrst, þegar verst var, gat maður ekki hugsað sér að vera heima. Þar var of margt sem minnti á bömin og sorgina yfir að hafa misst þau. Þegar náinn vinur eða ættingi syrgir, hvemig er best að komajram við hann? Okkur reyndist best þegar fólk var opið og eðlilegt og þorði að tala um það sem hafði gerst. Okkur fannst gott að geta talað um þetta aftur og aftur og við erum þakklát fyrir hvað margir voru viljugir til þess að hlusta á okkur án þess að vera að segja okkur hvað við ættum að gera. Ef fólk talaði við okkur eins og ekkert hafði í skorist virkaði það jafnvel eins og það sem við höfðum reynt skipti það engu máli. Það er mikl- vægara að hlusta og finna hvað syrgj- andanum liggur á hjarta. Vel meintar ráðleggingar eins og: „Þetta gengur bara betur næst,“ eða: „Þetta getur komið fyrir alla,“ geta gert illt verra. Hvað viljið þið segja viðjólk sem er í svipuðum aðstæðum og þið vomð í? Það var okkur ómetanlegt að fá bömin okkar í fangið þó þau væm dáin. Það að fá að sjá þau og halda á þeim hjálpar okkur að eiga minningar um þau. Okkur finnst við hafa kynnst þeim aðeins. Við vitum hvemig þau litu út og þurfum ekki að ímynda okkur neitt. Okkur fannst gott að fá að gefa þeim nöfn eins og okk- ur var ráðlagt. Þá er auðveldara að tala um þau og það gerir minninguna per- sónulegri að minnast þeirra sem ein- staklinga. Ekki hræðast eigin tilfmningar þó þær séu framandi enda er sem betur fer ekki oft sem maður upplifir slíkt og því eðlilegt að maður kynnist nýrri hlið á sjálfum sér og tilfinningum sínum. Það er ekkert óeðlilegt að linna til reiði, jafn- vel út í Guð. Fyrir alla muni haldið samt fast í hann því að hjá honum er huggun- ina að finna. Það er mikill styrkur í trúnni á Guð. Okkur fannst gott að geta treyst því að litlu bömin okkar væm hjá Guði og hann annaðist þau. í dag búa Jóhann og Laufey að Hólum í Hjaltadal. Þau eiga tvo yndislega drengi, Bjarna Dag, f. 23. september 1997, og Guðmund Elí, f. 3. ágúst 1999. Laufey hefur starfað á leikskólan- um Brúsabæ, sem er að Hólum, en er nú í fæðingarorlofi. Jóhann er nú að- stoðarskólastjóri við grunnskólana í austanverðum Skagafirði: grunnskólan- um á Hofsósi, gmnnskólanum að Hól- um og Sólgarðaskóla, en stýrir grunn- skólanum að Hólum og sinnir auk þess starfi organista við Hóladómkirkju.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.