Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 20
Fulltrúar Kóreu. Kórea sendir nú um 5.000 kristniboða um allan heim. hann taldi að það hlyti að vera mögu- legt. Kínverjinn spurði þá hvort þeir gætu ekki haldið áfram að biðja saman með þeim hætti þótt annar þeirra byggi í Kína og hinn í Kanada. Og þannig er bænasamband þeirra núna! Þetta dæmi var tekið með vegna hvatningar sem hljómaði mjög sterkt í Iguassu um að láta trú okkar vera hluta af daglegu lífi en ekki aðeins kenningu sem er umijöllunarefni bóka. Við þurf- um að sýna umheiminum hvemig krist- in trú birtist í lífi okkar. Eftirminnilegir Biblíulestrar Ajith Femando frá Sri Lanka hafði mjög eftirminnilega Biblíulestra á morgnanna út frá bréfum Páls. Hann hafði notað meira en ár til að greina þau vers fyrir vers og gera könnun á efni þeirra. Hann sagði að ef við værum spurð um efni bréfa Páls myndum við e.t.v. segja að þau fjölluðu um hjálpræði fyrir trú eða eitthvað þess háttar en að þetta væri ekki fyrirferðamesta efni bréfa hans. Af næstum 2.000 versum í bréfum Páls er fjallað um heilagleika í um 75% þeirra. Boðskapurinn er sá að rétt viðbrögð okk- ar kristinna manna við fagnaðarerindinu um náð Guðs í Jesú Kristi er að lifa guð- legu lífi, „lífi sem er samboðið iðmninni“. „Kennsla Nýja testamentisins um glötun er fyrst og fremst beint til kristins fólks," sagði hann, „ekki annarra. Við verðum að muna að Jesús er meira en svarið. Hann er sannleikurinn. Aðeins öguð kirkja getur leitað út í umhverii sitt.“ Fyrirlestrar Sum erindi ræðumanna báru þess merki að aldamót eru framundan og nokkur þeirra endurspegluðu vanda kristninnar á Vesturlöndum og breytta stöðu hennar þar. Þau tóku því einnig á vanda íslenskrar kristni og þvi getum við lært ýmislegt af þeim. Eitt það athyglis- verðasta var haldið af dr. Christopher Wright, skólastjóra All Nations guðfræði- skólans í Englandi, og fjallaði um kristna trú á meðal hinna mörgu trúar- bragða og heimspekistefna nútímans. Honum var sérstaklega tíðrætt um „módemisma“ og „póstmódemisma". Með „módernisma" er átt við það tímabil í sögu vestrænnar menningar sem hófst með endurreisnartímabilinu. Það blómstraði og náði hámarki á 19. og 20. öld á Vesturlöndum. Trúarleg fjölhyggja er ávöxtur þessa tímabils. Fyrir áhrif heimspekinga eins og Descartes og Kants var mannlegri til- vem skipt í tvennt, svið hins almenna, opinbera lífs annars vegar og einkalífs- ins hins vegar. Lífið á hinu almenna sviði stjómast af hlutlægum staðreynd- um sem fundnar eru með „hlutlausum" vísindum. Einkalífið er svið persónu- bundinna skoðanna, siðferðis, fjöl- skyldugilda, trúar o.s.frv. Samkvæmt þessari skiptingu er aðeins hægt að þekkja með vissu það sem fellur undir svið hins opinbera lífs vegna þess að það byggir á „vísindalegum" sönnunum. Aðeins það sem hægt er að sanna á „vísindalegan" hátt er sannleikur sem hægt er að þekkja. Allt annað eru skoð- anir einstaklinga eða trú sem ekki er hægt að líta á sem sannleika eða þekk- ingu. Vegna þess að ekki er hægt að sanna áreiðanleika þeirra með þeim að- ferðum sem notaðar voru til að sann- reyna almenna þekkingu var trúar- brögðum ýtt yfir á svið einkalífsins. Þessi tvíhyggja vestrænnar menningar (hið almenna svið og einkalífið) ól af sér skort á umburðarlyndi og þröngsýni gagnvart öðmm sjónarmiðum en þeim sem byggðust á efnislegum (materialist- ic) „vísindum" hins opinbera sviðs. Önnur sjónarmið vom ekki talin gild. Hins vegar ól tvíhyggjan af sér mikla trúarlega fjölhyggju þar sem því er hafnað að ein einstök trúarbrögð séu sönn enda er ekki hægt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með „vísindaleg- um“ aðferðum. Því getur hver maður valið sér átrúnað og haft sínar skoðanir á ýmsum málum fyrir sig. Enginn sann- leikur er algildur í þessum efnum. Þessi stefna takmarkar þekkingu við niður- stöður efnislegra (materialistic) visinda og rökhyggju. Þar sem skoðanir hinna ýmsu trúarbragða stangast á á mörgum sviðum verður að halda þeim möguleika opnum að nokkum sannleik sé að finna í þeim öllum og því verði menn að vera umburðarlyndir. Annar ávöxtur „módernismans" er neytendahyggjan. Á sama hátt og fólk velur sér þær vömr i stórmarkaði sem því hugnast velja menn sér trú og sið- ferði eftir því sem best hentar hverjum og einum. „Póst-módernismi“ eru menningar- straumar sem gerðu vart við sig á sjö- unda og áttunda áratug aldarinnar. Hann einkennist af mikilli afstæðis- hyggju sem setur spurningamerki við ílest, einnig forsendur „módemismans" og „vísindalegra" sannanna hans þvi að öll vísindi eiga sér forsendur sem niður- stöður þeirra byggjast á. Forsendumar em afstæðar og háðar mannlegum tak- mörkunum og skeikulleika. Tómhyggja og skortur á svömm við tilgangi lífsins einkenna þessa stefnu. Nautnahyggja og áhersla á að njóta líðandi stundar er Iguassu-yfirlýsingin undirrituð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.