Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 7
hyggjuvit." Það hef ég fengið að reyna í þessu starfi. Ég komst til trúar í Vatnaskógi á sín- um tíma en síðan fór ég frá aftur. Ég hélt að ég væri búinn að spilla öllu, það væri engin leið til baka. Mörgum árum seinna sat ég í Dómkirkjunni, það var í tengslum við námskeið hjá KFUM og K. Þá heyrði ég Jesú segja við mig: Ég elska þig enn. Það varð til þess að ég grét gleðitárum og varpaði mér í faðm hans. Sævar Friðgeirsson verðugur og traustsins verður. Ég sagði strax frá því þegar ég kom í fangelsið að ég væri kristinn maður, ætti lifandi trú á Jesúm Krist og þannig væri ég fijáls, væri því ekki fangi því andinn væri frjáls, það væri ekki hægt að fanga þann mann sem Kristur haíi gefið frelsi. Þessi orð mín komu illa við suma fangana og þeir urðu andsnúnir mér sem lýsti sér þannig að þeir sniðgengu mig og í tvígang var ég laminn niður og hótað hinu versta. Ég trúi að það sé vitnisb- urður um hið illa afl sem viðgengst meðal fanga á Litla-Hrauni. Gagnvart þvi gat ég aðeins beðið fyrir viðkomandi Þetta finnst mér gott að geta sagt í fangelsum við menn sem hafa vonda samvisku og búast ekki við fyrirgefningu: „Jesús fyrirgefur og segir: Ég elska þig.“ Hafið þið einhverja drauma umframtíð- ina? Ég hef beðið Guð að senda fólk til að taka þátt í fangastarfinu með okkur. Það þarf að vera fólk sem er knúið af köllun. Ég hef fært það í tal við yfirvöld að byggja kapellu á Litla Hrauni. Það vantar stað þar sem hægt er að hafa kyrrð. Menn hafa tekið á móti Jesú Kristi í Staðarfellskirkju er þeir sátu þar í kyrrð. Þú mátt segja að ég sé að verða 76 ára, ef það mætti verða öðrum hvatning til starfa, sagði Jóhann að lokum. Haraldur Jóhannsson er læknir. og að sjálfsögðu bar það árangur. Þegar á heildina er litið átti fagnaðarerindið ekki aðgang að föngunum þegar við vor- um t.d. í hópum úti, mér fannst og finnst stundum eins og sú gleði og sigur sem Jesús gefur geti verkað fráhrind- andi á ófrelsaðan mann jafnvel eins og hroki en það er líklega vegna þess að ég gleymi svo oft að það er aðeins fyrir náð að ég á þetta frelsi og þennan sigur, að ég er ekkert en er allt í Kristi. Aftur á móti skilaði það góðum árangri þegar ég gat vitnað fyrir einum og einum fanga t.d. inni á herbergi í ró og næði, sagt frá gleðinni, kærleikanum og þessum ein- staka friði sem aðeins Jesús Kristur getur gefið sérhverjum manni sem vill þiggja þá gjöf. Einhvern veginn bjó Jesús svo urn hnútana að alltaf var ein- hver sem vildi hlusta á þessi orð mín og ég uppskar launin ríkulega frá himnum. Tveir fangar tóku á móti Jesú inn i líf sitt og eru því frjálsir i dag, en ég veit að í hópnum fara þeir ekki hátt með það, það kallar á mikinn trúarkraft að þora að skera sig úr í hópnum og er það mjög skiljanlegt, en í bæn sinni eiga þeir vissuna um betra líf. Mig langar til að segja frá þeirri ljótu staðreynd sem viðgengst gagnvart föng- um og þá á ég sérstaklega við langtíma- fanga. Svolítill atvinnurekstur er á Litla- Hrauni og eru launin smánarleg u.þ.b. 250 kr. fyrir unna klukkustund. Af þess- um launum eru engin launatengd gjöld greidd af hálfu atvinnurekanda svo líf- eyrisréttindi viðkomandi fanga skerðast sem nemur þeim tíma sem fangi afplánar dóm. Fyrir langtímafanga getur þetta skipt verulegri upphæð, með öðrum orðum sagt þá er verið að refsa honum sem væntanlegu gamalmenni fyrir aibrot sem hann framdi á unga aldri, Það er sem sé ekki nóg að hann sitji af sér dóm- inn fyrir afbrotið heldur þarf að minna hann á það í ellinni með svo og svo skertum lífeyrisgreiðslum. Eftir þvi sem ég best veit þá er þetta gert með vitund allra þeirra sem hlut eiga að máli. Átt þú þér einhverja drauma umfangels- ismál hér á landi? Það er mjög mikil þörf fyrir kristilega fræðslu í fangelsum á íslandi. Það er mik- ilvægt að tekin sé upp algerlega ný stefna á Litla-Hrauni. Það er lífsspursmál fyrir unga fanga. T.d. í Kanada, Bandaríkjun- um og Englandi eru kristilegar álmur þar sem menn hafa iðrast og snúið baki við fyrra lífemi. Þetta hefur geflð góða raun. Það tekur tíma að byggja upp slíka ein- ingu hér heima en það er hægt. Hin mörgu frjálsu kristilegu samfélög á Stór- Reykjavíkursvæðinu eru tilbúin til að leggja þessu lið, fái þau aðgang að fang- elsismálum á íslandi. Ég hugsa mér að t.d. mætti byija á því að kenna Alfa-nám- skeiðið. Það úir og grúir af námskeiðum i öllum kristnum samfélögum svo og þjóðkirkjunni og margir þrá að fá að koma með þessa kennslu til fanga. Ég trúi því að í framhaldinu myndi síðan skapast grundvöllur fyrir kristna einingu á Litla-Hrauni, síðan á hún eftir að skipla sköpum fyrir ílest alla væntanlega fanga sem þar eiga eftir að afplána dóm. Eldri fangar munu miðla af þekkingu sinni og trúarvissu til hinna yngri og þannig mun slík eining vera öllum þeim sem vilja þiggja blessun Jesú Krists til blessunar. Hvemig er að horfa til baka á þann tíma sem þú varst ífangelsi? Ég var aldrei fangi — ekki einn ein- asta dag. Það er boðskapur minn sem ég vil koma á framfæri.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.