Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 21
einnig mjög áberandi svo og gleði yfir
margbreytileika mismunandi menning-
ar. Lífið er fullt af andstæðum og við
þurfum ekki endilega að skilja þær eða
leysa þær upp.
Á komandi árum verður kirkjan að
takast á við þessar stefnur og vinna að
því að kristin gildi verði aftur almenn-
ingseign (public truth). Þó að hún hafi
bandamann í póst-módemismanum við
að ráðast á forsendur módernismans
þarf hún að glíma við þá grundvallar-
kenningu hans að enginn algildur sann-
leikur sé til. Póstmódernismi haínar til-
vem Guðs og að til sé ákveðinn gmnd-
völlur í siðferðismálum. Kirkjan þarf að
glíma við þetta meðal annars með því að
skilgreina Biblíuskilning sinn upp á nýtt.
Samuel Escobar, prófessor við
Eastern Baptist prestaskólann í Fíla-
delfíu í Bandaríkjunum, hélt tvo fyrir-
lestra þar sem hann sagði meðal annars
að menn ættu ekki að einblína á ein-
staka ritningastaði þegar þeir sýndu
fram á að kristniboð væri hluti af staríi
kristinnar kirkju heldur ættu þeir að
sýna fram á að það væri hluti hins mið-
læga boðskapar Biblíunnar.
Hann sagði enn fremur að kristninni
hefði hnignað mjög á Vesturlöndum en
hefði verið bjargað af því að hún var
flutt út til annarra landa. Þungamiðja
hennar er ekki lengur á Vesturlöndum
heldur í þriðja heiminum. Þetta mun
setja mark sitt á tjáningu hennar á
komandi áratugum og fmmkvæði henn-
ar mun í auknum mæli koma frá hinum
ungu kirkjum.
Á okkar tímum hefur markaðshyggjan
tekið við sem hið sterka afl í alþjóða-
samskiptum eftir að kalda stríðinu
lauk. Hún er krafturinn að baki hnatt-
væðingar (globalization) samtímans þar
sem hinn ríkasti fer með sigur af hólmi.
Heimsbyggðin verður í auknum mæli
sem eitt þorp þar sem tilhneiging er til
að gera alla eins. Kirkjan á að nýta sér
þá möguleika sem hnattvæðingin býður
upp á, til dæmis bætta samskiptatækni
án þess að aðhyllast lögmál hennar, þ.e.
að hinn ríkasti eða sterkasti kúgi hina
smærri til að verða eins og hann. Hin
kristna trú verður að taka á sig búning
hverrar menningar og lakast á við sér-
tækar spurningar hvers menningar-
svæðis án þess að verða að sértrúar-
Fulltrúar Indlands. Kristnir menn á Indlandi
reka mjög víðtækt kristniboðsstarf í sínu
heimalandi, en þar er enn að finna margar
þjóðir sem ekki hafa fengið hinn kristna
boðskap.
hreyfingu. Eining í fjölbreytileika er
styrkur kirkjunnar.
Kristnir menn á Vesturlöndum munu
í auknum mæli þurfa að huga að líferni
sínu og lifa lífi sem er frábrugðið tíðar-
andanum er mun mótast sífellt meir af
öðrum gildum en þeim sem byggjast á
orðum Biblíunnar. Þeir munu þurfa að
móta menningu byggða á kristnum gild-
um sem mun í æ ríkari mæli verða mót-
menning (counter culture) við menn-
ingu samímans.
Margir aðrir fyrirlestrar voru haldnir
sem ekki er hægt að geta í stuttri grein.
Yfirlýsing
í lok ráðstefnunnar undirrituðu þátt-
takendur yfirlýsingu sem endurspeglaði
margt sem íjallað var um í fyrirlestrun-
um. Hér á eftir er aðeins tekið smásýn-
ishorn úr henni, endursagt frjálslega.
Þar lofa þeir að vinna að eftirfarandi
málum:
• Að fagnaðarerindið um Jesú Krist, en
hann er einstæð opinberun Guðs,
verði tjáð með tungumálum og menn-
ingarformum allra þjóða heimsins.
• Lifa samkvæmt því að fagnaðarerindið
hefur boðskap varðandi allar mann-
legar þarfir.
• Að kristnir menn, bæði einstaklingar
og söfnuðir, lifi heilögu lífi og sýni
kærleika og réttlæti Jesú Krists svo
að þeir verði trúverðugir vottar hins
heilaga Guðs.
• Leitast við að þola þjáningu í kristni-
boðsstarfinu og þjóna kirkjunni þar
sem hún líður í heimi þar sem þján-
ing og óréttlæti ríkir víða. Þeir heita
að skrifa guðfræði píslarvættis byggða
á Biblíunni.
• Að kristnir menn vinni að réttlæti og
velferð allra manna. Kirkjan þarf að
vera sér þess meðvitandi að auður
getur grafið undan lífi hennar og að
fátækt getur eyðilegt hana.
• Vinna að því að kirkjur og kristni-
boðsfélög á Vesturlöndum og í þriðja
heiminum finni leiðir til samstarfs til
að halda kristniboðsstarfinu áfram.
Að lokum lýstu þátttakendur því yfir
að þeir vildu vinna að því að allri heims-
byggðinni yrði flutt fagnaðarerindið eins
íljótt og auðið yrði. Það var samdóma
álit allra að kristniboð framtíðarinnar
verði frá öllum heimsálfum til allra
heimsálfa. Þetta er auður kirkjunnar.
Japani sagði mér að Vesturlandabúar
yrðu að vera reiðubúnir að taka á móti
kristniboðum frá þriðja heiminum því
að kirkjusókn þar væri víða komin nið-
ur í 5% en það eru þau mörk sem dreg-
in eru á milli þess hvort þjóð hafi verið
náð með fagnaðarerindið eða ekki. Fýrr
en okkur grunar munum við fá kristni-
boða frá fjarlægum löndum sem vilja
hjálpa okkur við að ná til samlanda
okkar hér á íslandi. Sennilega verður
kristniboðsstarf okkar í framtíðinni tví-
hliða, þ.e. að senda íslenska kristniboða
og taka á móti kristniboðum frá öðrum
löndum. íslensk kristni hefur ekki ráð á
að vera utan þessa samfélags um
kristniboð.
Kjartan Jónsson er starfsmaður Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga. Hann leggur til myndir-
nar sem fylgja greininni.