Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 37
við þér? Fær Kristur að stjórna lífi þínu? Fær Kristur að snerta við þér? Orð og verk manna sem segjast tala í hans nafni, en taka ekki mið af kær- leiksboðskap Krists, þau eru ekki boð- skapur jólanna. Þau eru mannasetning- ar sem eiga ekkert skylt við þann Guð sem Jesús Kristur boðar okkur. Látum því ekki glepjast af mælgi þeirra heldur höldum okkur fast við HANN sem boðar sannleika, kærleika, frið og réttlæti. Oft er sagt að boðskapur jólanna sé friðarboðskapur. En hvað er átt við með því? Friður jólanna er friður við Guð. Jesús sagði: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist" (Jóh. 14:27). Páll skrifar í Rómverjabréfinu (5:1-2): „Réttlættir af trú höfum vér þvi frið við Guð fyrir Drottin vom Jesú Krist. Fyrir hann höfum vér aðgang að þeirri náð, sem vér lifum í, og vér fögnum í von um dýrð Guðs.“ Kristnum manni er veittur friður við Guð vegna verka Jesú Krists. Það er friður hans sem okkur er gefinn. Það er þessi friður sem gefur hina raun- verulegu sálarró og hjálpar okkur að finna okkur sjálf í önnum og skarkala hversdagsins. Friður Krists nær til okk- ar á sérstakann hátt á jólunum. Leyfum því friðarboðskapnum að fylla hug okk- ar og hjarta og bera þá ávexti sem hon- um er ætlaður. Boðskapur jólanna er einnig boðskap- ur sannleikans. Jesús sagði: „Ég er veg- urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jóh. 14:6). Kristur er stólpi og gmnd- völlur sannleikans. Ef einhver vill kynn- ast sannleikanum þá ber hinum sama að „baða“ sig í ljósi Krists. Slík sjálf- skoðun opinberar oftast stóra bresti þess sem þorir að ganga inn í hana. Svo furðulegt sem það má nú vera þá leiðir þessi sjálfskoðun samtímis til sannleik- ans, til Krists. Þar fær sannleiksleitandi sál ró. Þar fá brestir og syndir fyrirgefn- ingu. Enn og aftur undrast maður yfir jólaboðskapnum, yfir sannleikanum. Réttlæti og trú er einnig boðskapur jólanna. Páll postuli skrifar (Róm. 3:21- 25): „En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennimir vitna um, ver- ið opinberið án lögmáls. Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunnar af náð hans fyrir end- urlausnina, sem er í Kristi Jesú. Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt.“ Kristnum manni er veitt réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist. Þetta réttlæti er okkur veitt nú með jólaboðskapnum. Ég get bara hvatt okkur að taka við boðskapnum með orðum úr gamalli húslestrarbók eftir dr. P. Pétursson frá 1856. Þar segir: „Sannarlega er börnum eiginlegt að fagna fæðingarhátíð frelsarans; en, eins og þau fagna hinum fögm ljósum, sem þá eru kveikt í kirkjum og heimahús- um, eins taka guðsbörn fagnandi móti því guðlega ljósi, sem á þessari hátíð upprann heiminum og af hvers fyllingu vér allir höfum meðtekið náð á náð ofan. Og með því að vér nú viljum vera ljóssins böm, þá látum oss alla í auð- mýkt hjartans fagna þessu ljósi; látum þennan fögnuð hafa áhrif á vort hugar- far, svo að fæðingarhátíð frelsara vors megi verða oss andleg endurfæðingar- hátíð, til að endurnýjast í anda vors hugskots og lifa honum, sem fyrir oss er dáinn og upp aftur risinn: Þá mun sannleiki hans orða upplýsa vom skiln- ing og helga vor hjörtu, og hans kær- leiki og friður ávalt fylgja oss, svo vér getum tekið undir með postulanum og sagt: „ég liii nú ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Látum oss höndla lífið í Kristi, því lífið í honum er eilíft líf!“ Guð gefi þér gleðileg jól! Hilmar Baldursson er guðfræðingur og kerfisfræð- ingur og er búsettur í Gautaborg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.