Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 12
Ragnar Schram
Huggunina er að
finna hiá Guði
Sorgin knýr dyra víðar en í
Bandaríkjunum. Flest höfum
við upplifað sorg þó með ólík-
um hætti sé. Hjónin Jóhann
Bjarnason og Laufey Guð-
mundsdóttir hafa ekki farið varhluta af
sorginni þó bæði séu þau ung að árum.
Hér á eftir fer viðtal Bjarma við þau þar
sem þau segjafrá reynslu sinni. Fyrst
spurðum við hvað hafi orðið til þess að
þau upplifðu sorgina.
Við áttum von á íyrsta baminu okkar
um mánaðamótin febrúar-mars 1996.
Meðgangan hafði gengið mjög vel og við
hlökkuðum mikið til. 10. janúar í
mæðraskoðun heyrðist enginn hjart-
sláttur. Það var síðan staðfest í ómskoð-
un og 11. janúar fæddist andvana lítil
stúlka sem við nefndum Engilráð. Ekk-
ert óeðlilegt fannst við rannsóknir og
talið að um einstakt tilfelli væri að
ræða. Okkur var sagt að líkur á þess-
háttar „slysum“ væru um það bil
1:10.000 og því ólíklegt að þetta myndi
endurtaka sig. Við þráðum að eignast
bam og þrátt fyrir missinn ákváðum við
að eignast annað. Full bjartsýni og til-
hlökkunar áttum við svo von á öðru
barni í nóvember sama ár. Á þessari
meðgöngu fengum við að fara í ómskoð-
un oftar en venjulega er gert ráð íyrir,
ekki síst til þess að fullvissa okkur um
að allt væri í lagi þegar kvíðinn helltist
yfir okkur. Eftir sömu meðgöngulengd
og við misslum Engilráð, þ.e.a.s. eftir
32 vikur, fórum við í sónar. Þá kom í
ljós að bamið var töluvert minna en það
átti að vera miðað við þessa meðgöngu-
lengd. Hjartslátturinn var líka í hægari
kantinum. Allan þann dag vorum við
undir stöðugu eftirliti þar sem fylgst var
með hjartslætti og líðan barnsins. Þá
um kvöldið var greinilegt að eitthvað var
að og því ákveðið að taka barnið með
keisaraskurði. Eftir þetta langa með-
göngu eru mjög miklar lífslíkur fyrir-
bura og auðveldara fyrir læknana að
grípa inn i þegar barnið er komið í
heiminn. Þetta var 26. september og við
eignuðumst dreng sem við nefndum
Guðbjart. Við þökkuðum Guði fyrir það
að þetta uppgötvaðist nú í tæka tíð og
barnið okkar fæddist lifandi. Það kom
þó ilótlega í ljós að hann átti í erfiðleik-
um með að nýta það súrefni sem hann
andaði að sér. Færustu læknar í um-
önnun fyrirbura gerðu allt sem þeir
gátu en eftir aðeins ijórar klukkustund-
ir dó hann.
Hverjar voru tilfinningar ykkar til Guðs í
sorginni?
Við getum ekki neitað því að okkur
fannst Guð vera ósanngjarn að leggja
þetta á okkur. Hann gerir svo ótalmörg
kraftaverk, því gat hann ekki gert það
fyrir okkur? Biturleiki og jafnvel reiði út
í Guð eru einnig tilflnningar sem komu
upp í hugann.
Hefur viðhorf ykkar til Guðs breyst eftir
þessa reynslu?
Eftir þessa atburði höfum við mikið velt
fyrir okkur lífinu og hlutverki Guðs í lífi
okkar. Einnig höfum við fengið mikinn
styrk frá honum en við getum ekki sagt
að viðhorf okkar til hans hafi breyst.
Hvers konar aðstoð bauðst ykkur og
hvað reyndist ykkur best?
Á Landspítalanum fengum við aðgang að
þeim læknum og hjúkrunarfólki sem að
málinu komu og þau reyndu að svara
öllum þeim spurningum sem á okkur
brunnu. Okkur bauðst að vera saman
allan tímann, líka í sængurlegunni á
sjúkrahúsinu, og við þáðum það. Það
eitt getum við aldrei fullþakkað að fá all-
an þann tíma saman sem við þurftum
og geta kynnst hvort öðru i öllu sorgar-
ferlinu, stutt hvort annað eða bara kúrt
saman. Á spítalanum var reynt að láta
sem fæst starfsfólk annast okkur svo við
jjyrftum ekki sífellt að kynnast nýju fólki
í þessum aðstæðum. Það er mjög þýð-
ingarmikið að okkar mati og mætti
leggja meiri áherslu á það. Við fengum í
hendur minningabækur og bæklinga um
sorg og sorgarviðbrögð sem hjálpaði