Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 11
árin sem hann hafði gefið okkur fjöl- skyldunni. Ég þakkaði honum fyrir börnin okkar þrjú sem hann hafði gefið okkur og ég þakkaði honum fyrir það sem gerðist á krossinum. Á meðan ég þakkaði honum fann ég íyrir snertingu hans og tók að skjálfa. Hjarta mitt tók viðbragð. Ég lagði hönd mína á brjóstið og konan mín hélt að ég væri að fá slag. Ég sagði henni að svo væri ekki, heldur væri andi Guðs að verki. Ég spurði Guð hvað hann væri að gera mér og hann svaraði mér: „Upprisu- kraftur minn er að verki." Ég vildi að ég gæti sagt að eftir þetta hafi ég hlaupið um allt en því miður var það ekki svo. Ég gekk út veikburða eins og ég hafði gengið inn. Eitt var þó öðru- vísi, Guð hafði mætt mér og talað við mig. Daglega þakkaði ég honum fyrir að snerta við mér og einnig fyrir kross- dauða sonar hans. Ég fór að taka dag- legum framförum og í dag starfar hjarta mitt eðlilega. Hvemig útskýra læknar bata þinn? Tom: Þeir segja að um ósjálfráðan bata hafi verið að ræða. Einn læknir hafði sagt að líkumar á bata væm einn á móti milljón. Hálfu ári síðar heimsótti ég hann og var þá með sama hjartað og áður. Hið „ótrúlega" hafði gerst. Einn á móti milljón eru ekki of litlar líkur íyrir Drottin. Waymaker Ministry Svo stofnuðuð þið Waymaker Ministry, hvers vegna? Tom: Markmið okkar er að styðja við þá sem eru að ganga í gegnum erfið tímabil. Þegar erfiðleikarnir sækja að er fólk oft fljótt að kenna Guði um. Ef við gemm það fáum við óraunsæja mynd af raunveruleikanum. Jesús vill hjálpa okkur út þegar öll sund virðast lokuð. Frægur bandarískur rithöfundur, Max Lacudo, komst svo að orði: „Það er eitt- hvað við reynslu annarra sem gefur okkur kraft. Þegar við sjáum einhvern sigrast á miklum erfiðleikum, sjáum við að það er einnig von íyrir okkur." Það er okkar bæn og ástæðan fyrir því að við stofnuðum Waymaker Ministries. Stefna okkar er skýr. Við höfum sagt Drottni að við munum fara hvert sem er, hvenær sem er ef hann opnar dyr fyrir okkur. Engin kirkja, söfnuður eða samtök eru of lítil eða of stór fyrir okk- ar aðstoð. Samt erum við bara foreldr- ar að hjálpa öðrum. Jesús hefur nú þegar opnað dyr heimsins fyrir okkur, því við fengum að þjóna í Nígeríu og Evrópu nýlega. Hver eru lokaorð þín til hinna sorg- mæddu? Tom: Einbeitið ykkur að Jesú. Hann er skjól ykkar þegar stormar geisa. Hann mun hjálpa ykkur út þegar öll sund virðast lokuð.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.