Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 38

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 38
Vitnisburður móður Framhald afbls. 27. mömmu aftur, en það hafði hún ekki gert svo árum skipti. Þannig fann ég breytinguna á henni einmitt í hinu smáa sem samt er svo mikilvægt. Eldri dóttrin útskrifaðist svo úr há- skóla og þá hélt Amy ræðu henni til heiðurs og varð þetta ógleymanlegur ánægjudagur. En nótt eina fékk ég þá símhring- ingu sem allar mæður óttast. Amy hafði beðið bana í bílslysi. Bíll hennar hafði lent í árekstri við ilutningabíl og hann verið svo harður að kviknað hafði í bíl Amyar. Lík hennar var svo illa brunnið að það var óþekkjanlegt. Sorgin var sár en mitt í ólýsanlegri sorg gat ég huggað mig við það að Amy var frelsað Guðs barn þar sem hún hafði tekið á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Ég er þakklát Gídeonmönnum að hafa komið Nýja testamentinu fyrir við sjúkrabeð Amy- ar þar sem hún fékk að taka bókina sér í hönd og lesa hana sér til sálu- hjálpar. Og í dag get ég sagt að ég eigi þrjár dætur - ein er flutt að heiman. ein býr enn í föðurhúsum og ein býr á himnum hjá Drottni og situr við há- sæti hans. Er hér var komið við sögu fann ég heit tár læðast niður kinnar mínar og það sama mátti segja um flesta í salnum. Jafnvel hinir hörðustu karl- rnenn tóku upp vasaklúta og þurrk- uðu sér um augun. En ég dáðist að þessari hugrökku konu sem fékkst til þess að segja þennan sára vitnisburð sinn fyrir framan fullan sal af fólki. Hún fékk afhenta áritaða Biblíu en það besta var að hún fékk líka hlýtt faðmlag frá stjórnandanum en hann hafði einmitt fengið hana til þess að koma, því hann þekkti hana og sögu hennar. Anna Jóhanna Guðnumdsdóttir Verður heimsendir árið 2000? Framhald afbls. 35. inn getur sagt fyrir um daginn sem sumarið kemur en vorteiknin segja til um að það nálgist. Eins er það með endurkomu Jesú. Við getum séð á táknunum að hún nálgast en getum ekki sagt til um dag eða stund. Þegar þér sjáið allt þetta þá er Jesús í nánd. Hér á Jesús við að þegar við sjáum allt þetta sem hann bendir á í ræðu sinni rætast, þá kemur hann. Hér er ekki um að ræða bara eitt tákn sem boðar endurkomu Jesú, heldur öll táknin. Jesús hvetur okkur til þess að nema líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinarnar fara að mýkjast og laufið að springa út þá vitið þið að sumarið er í nánd, Matt. 24,32. Þannig er það líka þegar við sjáum táknin sem nefnd eru í 24. kaíla Matteusarguðsjalls, þá má búast við komu Jesú. Endurkoma Jesú er aðalatburður síðustu tíma og gefur til kynna að nú sé endirinn kominn. Það er augljóst að viðburður eins og þessi hefur ákveðna tímasetningu hjá Guði. Þetta gerist ekki bara eins og af tilviljun eða við einhverja skyndiákvörðun. Ákveðin skilyrði verða að vera fyrir hendi áður en dagurinn kemur og þessi skilyrði er hægt að þekkja á táknunum. En Guð einn veit um dag og stund. Dómurinn Þegar Mannssonurinn kemur mun hann halda dóm. Niðurlag ræðu Jesú um síðustu tíma fjallar um dóminn, Matt. 25,31-44. Ræðan skiptist í þrjá hluta, frásögn af kringumstæðum, v. 31-33, uppkvaðning dóms yfir rétt- látum, v. 34-40, uppkvaðning dóms yfir ranglátum, v. 41-46. Dómarinn er Jesús (Jóh. 5,26-27). Með honum eru allir englar og hann situr sjálfur í dýrðarsæti, v. 31. í rétt- arsalnum eru allar þjóðir, v. 32. Griska orðið sem hér er notað um dóm þýðir að aðskilja. Þetta kemur vel fram í myndræna textanum í v. 32. Fýrst er réttað í máli þeirra sem var skipað að sitja til hægri handar við dómarasætið. Þeir hljóta blesssun og Guðs ríki í arf, v. 34. Guðs ríki var ætlað þeim frá upphafi. Það er staður- inn sem er íyrirbúinn þeim sem láta frelsast. Guðs ríki eignast enginn vegna góðra verka. Það er vegna sam- bandsins við frelsarann að þeir hljóta Guðs ríki í arf. Jesús nefnir þetta þeg- ar í upphafi til þess að enginn misskilji framhald ræðu hans á þann veg að það sé vegna góðra verka að menn frelsist, v. 35-36. Verkin eru ávöxtur samfélagsins við Jesú. Þeir sem voru vinstra megin hásæt- isins hlutu bölvun í stað blessunar og eru sendir í hinn eilífa eld í stað Guðs ríkis. Hinn eilífi eldur er sama og helvíti. Takið eftir að helvíti er ekki staðurinn þar sem djöfullinn og árar hans drottna eins og margir álíta heldur þar sem honum og árum hans er refsað, Op. 20,10. Dómur hinna ranglátu byggir á sömu forsendum og dómurinn yfir hinum réttlátu, nema þeir gerðu ekki það sem þeir hefðu átt að gera. Jesús lýkur ræðu sinni um síðustu tíma með því að segja: „Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir rétt- látu til eilífs lífs", Matt. 25,46. Þannig staðfestir Jesús að það eru aðeins tveir möguleikar, tvenns konar dómsupp- kvaðning. Við þá sem eru í hópnum hægra megin segir hann: Komið, við þá til vinstri: Farið. Þeir til hægri höfðu áður komið til Jesú en þeir til vinstri höfðu ákveðið að fara frá honum. Nú hljóta þeir það hlutskipti sem þeir völdu sér. Um að vera viðbúinn Allir sem halda fast við Guðs orð og lifa með Jesú þegar hann kemur munu verða hólpnir, Matt. 24,13 og 35. Það eina sem stenst í dóminum er það sem Guð hefur sagt. Sá sem byggir á því og lifir í þvi getur því ver- ið öruggur um að verða með þegar Jesús kallar menn til sinnar eilifu dýrðar. Hvatning Jesú til lærisvein- anna er því að vera stöðugt á verði og gæta þess að þeir lifi samkvæmt orði Guðs, Matt. 24, 42-51. Skúli Svavarsson er kristniboði og fram- kvæmdastjóri SÍK.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.