Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 28
Lilja Sigurðardóttir
Tími er það dýrmætasta
sem við getum gefið öldr-
uðu fólki, ég, þú og kirkj-
an. Líknarþjónusta kirkj-
unnar er sem útrétt hönd
til aldraðra sem margir hafa verið í um-
hyggjusvelti árum saman. Hér koma
nokkur dæmi sem lýsa líðan einstak-
linga með skerta heilsu og af einhveij-
um ástæðum eru ílestir bundnir heima:
Hann var ekkjumaður, hijúfur í allri
framkomu, ósérhlífinn, samviskusamur
verkamaður sem hafði með harðfylgi
tekist að eignast litla íbúð. En nú var
heilsan farin og hann komst ekki lengur
út í búð til að kaupa í matinn. „Nú þarf
ég að komast á stofnun en alls staðar
eru biðlistar. Mér býðst ekkert öryggi út
á eigin dugnað í lífinu, skulda engum
neitt og varla verið misdægurt á langri
vinnuævi. Ég hef engin sambönd, þekki
engin stór nöfn.“ - Það gneistaði frá
honum biturleikinn.
Myndirnar á veggjunum urðu tilefni
til spuminga og fékk ég greinagóða lýs-
ingu á æskuheimilinu og öllu umhverf-
inu ásamt atburðum sem stóðu upp úr
í minningum hans. - Allt í einu hætti
hann frásögninni. „Heyrðu annars,
heldur þú virkilega að þú getir hjálpað
vesaling eins og mér? Þeir hjá kirkjunni
gera lítið annað en að tala.“ Það hnuss-
aði í honum. „Hvað ætli þeir geti hjálp-
að?“
Kona hringdi og óskaði eftir heimsókn
frá kirkjunni, það var aðkallandi mál.
Hún var taugaóstyrk þegar ég heilsaði.
Það hafði komið tilkynning frá Trygg-
ingastofnuninni um að örorkubætumar
myndu lækka frá og með næstu mánað-
armótum. „Þeir segja héma í bréfinu að
ég sé með meiri peninga til ráðstöfunar
en nýju viðmiðunarmörkin sem þeir
hafa sett. Ég veit ekki hvemig ég fer að
þvi að draga fram lífið." Hún reyndi að
sitja kyrr er titraði af hugaræsingi og
tárin runnu stöðugt á meðan hún
reyndi að útskýra stöðu sína. „Ég verð
að fá hjálp. Getur kirkjan hjálpað mér?
Mig vantar peninga. Húsaleiguna verð
ég að borga.“ Svo var hún með útistand-
andi skuld við bankann, það voru mán-
aðarlegar greiðslur. Trúði hún á Guð?
Æ, hún vissi það ekki, lífið hafði verið
svo erfitt. Hún var búin að missa sína
nánustu, átti aðeins einn náinn ætt-
ingja eftir sem var sjúklingur. Hún þáði
að vera skráð á fýrirbænalistann í kirkj-
unni, „en ég veit svo sem ekki hvort það
hjálpar.“ Hún vildi hlusta á orð Jesú úr
Matt. 11:28: „Komið til mín, allir þér
sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég
mun veita yður hvíld.“ Hvað svo? Ég lof-
aði að kanna málið og næst var að hefj-
ast handa, rekja sig áfram með hjálp
símans, fyrst Tryggingastofnun, síðan
Félagsmálastofnun og síðast Ráðgjafa-
stofu um íjármál heimilanna.
Annar ekkjumaður var afskaplega
dapur í einvemnni. Hann var fámáll en
alltaf þakklátur fyrir heimsóknirnar.
Það var svo góð tilbreyting að laga kafíi
fyrir gesti. Börnin hans og fjölskyldur
þeirra voru öll annað hvort í vinnu eða
skóla allan daginn. Hann gat gengið út í
félagsþjónustuna og fengið heitan mat
þar einu sinni á dag. Einhverra hluta
vegna mynduðust engin persónuleg
kynni við aðra, en hann átti sér einn
draum. Hann langaði að ferðast um
Vestfirði! - Lausnin kom eftir nokkur
símtöl. Hópur eldri borgara frá einu
bæjarfélagi á Suðurlandi ætlaði þangað
eftir nokkrar vikur. Það vom laus pláss
og hann var velkominn með.
Öldruð hjón eiga barnabam sem er á
valdi fíkniefna og fylgifiska þess. Þeirra
kynslóð er ekki alin upp við að bera til-
finningar sínar á torg en þau bera kvið-
boga vegna afkomenda sinna og angist-
in dvelur oft í hugskoti þeirra.
Þessi dæmi em aðeins örlítið brot af
þvi hvemig öldmðum getur liðið. Ann-